Undirliggjandi þræðir listasögunnar. Listamannarekin rými og söfn í íslensku myndlistarumhverfi

Nýlistasafnið í Reykjavík hefur síðan árið 2008 unnið markvisst að söfnun heimilda um listamannarekin rými á Íslandi og geymir safnið gögn og heimildir undir verkefnisheitinu Arkív um listamannarekin rými. Í þessari ritgerð er unnið út frá heimildum fjórtán listamannarekinna rýma á Íslandi í þeim ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Flóventsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11279
Description
Summary:Nýlistasafnið í Reykjavík hefur síðan árið 2008 unnið markvisst að söfnun heimilda um listamannarekin rými á Íslandi og geymir safnið gögn og heimildir undir verkefnisheitinu Arkív um listamannarekin rými. Í þessari ritgerð er unnið út frá heimildum fjórtán listamannarekinna rýma á Íslandi í þeim tilgangi að varpa ljósi á það hvað felst í hugtakinu listamannarekið rými. Söfn og listamannarekin rými eru sett í samhengi við íslenskt myndlistarumhverfi til þess skoða hvaða aðstæður gera það að verkum að listamannarekin rými verða til og hvort samband sé á milli þessara tveggja menningareininga. Skoðuð eru áhrif safns sem stofnunar á sýningarrými safna og hvernig Nýlistasafninu, sem er elsta listamannarekna rýmið á Íslandi, hefur tekist að starfa á faglegum forsendum safna á sama tíma og sýningarrými þess hefur haldist óháð. Lögð er áhersla á að sýna helstu einkenni listamannarekinna rýma út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum. Í því ljósi er tímaritið Endemi skoðað með feminískum áherslum sem tvívítt listamannarekið sýningarrými. Ásamt því að draga upp mynd af því sem einkennir listamannarekin rými á Íslandi leiddi verkefnið í ljós að listamannarekin rými eru afleiðing faglegra og menningarpólitískra ákvarðana safna.