Ferskur eldislax á heimamarkaði : markaðsathugun

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Þessi skýrsla fjallar um stöðu fersks eldislax á íslenskum neytendamarkaði. Sú rannsókn sem liggur til grundvallar þessari skýrslu er fjórþætt og byggist á gagnaöflun, viðtölum, rýnihópum og netkönnun. Gagnaöflunin var víðtæk og var safn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valur Ásmundsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1126
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Þessi skýrsla fjallar um stöðu fersks eldislax á íslenskum neytendamarkaði. Sú rannsókn sem liggur til grundvallar þessari skýrslu er fjórþætt og byggist á gagnaöflun, viðtölum, rýnihópum og netkönnun. Gagnaöflunin var víðtæk og var safnað saman upplýsingum um eldi, vinnslu, markaðsmál, neyslu og framleiðslutölur. Tekin voru viðtöl við níu aðila sem tengdust framleiðslu og sölu á eldislaxi. Tveir rýnihópar með húsmæðrum voru myndaðir, einn í Reykjavík og annar á Akureyri. Netkönnun var gerð þar sem 134 aðilar svöruðu 15 spurningum en beiðni um þátttöku var send á 229 aðila. Tilgangur skýrslunnar var að athuga hvort grundvöllur væri fyrir aðila í fiskeldi að hefja markaðssetningu á ferskum eldislaxi, og þá finna út hver markhópurinn væri og með hvaða hætti væri best að ná til hans. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er vænlegt fyrir aðila í laxeldi að fara út í markaðssetningu á innanlandsmarkaði, ekki síst í ljósi þess að þessir aðilar eru nú þegar í flestum tilvikum að vinna í markaðssetningu erlendis eða í tengslum við erlenda aðila. Aukin framleiðsla á innanlandsmarkað yrði góð viðbót, auk þess sem innan fyrirtækja byggðist upp þekking á framleiðslu og markaðsmálum. Gróflega má skipta neytendum í tvo hópa. Annarsvegar eru það hinir eldri og íhaldsömu sem vilja þverskorinn lax í soðið og hinsvegar hinir yngri sem vilja laxinn flakaðan og beinlausan á grillið, pönnuna eða í rétti. Höfða skal til þess síðarnefnda og afmarka sig við markhóp sem er 30-40 ára fjölskyldufólk. Þróa þarf núverandi markað og skapa í framhaldinu vörumerkjavitund áður en farið verður í markaðssetningu á laxi í neytendapakkningum. Að festa vöru í sessi mun taka nokkur ár. Þörf er á þolinmóðu fjármagni til að standa straum af óhagkvæmni nýs og lítils markaðar og til þess að verja markaðshlutdeild fyrir eftirhermum. Lykilorð: eldislax, markaðsrannsóknir, markaðssetning, innanlandsmarkaður, vörumerki.