Dalvíkurbyggð : markaðssetning ferðamannastaðar

Megin viðfangsefni verkefnisins er að greina stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar og lögð áhersla á að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að bæta stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar? Til að bæta stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar væri fyrsta skref ferðaþjónustuaðila a...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Katrín Harðardóttir, Stefanía Dögg Vilmundardóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1119
Description
Summary:Megin viðfangsefni verkefnisins er að greina stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar og lögð áhersla á að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að bæta stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar? Til að bæta stöðu Dalvíkurbyggðar sem ferðamannastaðar væri fyrsta skref ferðaþjónustuaðila að gera stefnumótun fyrir Dalvíkurbyggð svo hægt verði að markaðssetja svæðið sem ferðamannastaður. Ferðaþjónustuaðilar þurfa að gera sér grein fyrir þeim auðlindum sem til staðar eru og vekja áhuga ferðamanna á þeim. Svæðið þarf að búa yfir aðdráttarafli svo ferðamennirnir komi þangað, ekki er nóg að hafa aðeins góðar samgöngur ef ekkert er um að vera. Í Dalvíkurbyggð er að finna ýmsa afþreyingu svo sem sundlaug, Byggðasafnið Hvoll, golf, gönguleiðir og skíðasvæði. Niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Ferðamálaráð Íslands um ferðavenjur Íslendinga innanlands, leiddu í ljós að flestir ferðast með maka eða fjölskyldu. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu leggja höfundar til að markhópurinn verði fjölskyldufólk á aldrinum 20- 40 ára. Höfundar tóku viðtöl við framtakssama menn sem hafa staðið í ströngu, ásamt öðrum, við að byggja upp Húsavík og Hofsós sem ferðamannastaði. Ýmislegt nytsamlegt kom í ljós í viðtölunum sem hægt væri að nýta við uppbyggingu á Dalvíkurbyggð. Þar á meðal hversu mikilvægt það er að hafa rétta fólkið í réttum störfum ásamt því sem samvinna ferðaþjónustuaðila skiptir miklu máli. Auk þess að taka viðtöl framkvæmdu höfundar rýnihópa, þar sem fram kom að álit almennings á Dalvíkurbyggð er almennt gott og tengdu flestir þátttakenda svæðið við fisk eða Fiskidaginn mikla. Ekki hefur verið staðið að neinni markvissri uppbyggingu í Dalvíkurbyggð sem ferðamannastaður og telja höfundar að af nógu sé að taka, því mikið er af auðlindum og afþreyingu á svæðinu. Lykilorð: Markaðssetning, Stefnumótun, Dalvíkurbyggð, Ferðamannastaður, Afþreying.