Staða Íslands í heimi skemmtiskipaferðamennsku

Fjöldi farþega skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Íslandi hefur aukist undanfarin ár og sjá hafnir og aðrir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sér hag í því. Markmið verkefnisins er að kanna hver staða Íslands er sem áfangastaður skemmtiferðskipa, þá sérstaklega innan Evrópu. Rannsóknarspurningin sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Gunnarsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11170
Description
Summary:Fjöldi farþega skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Íslandi hefur aukist undanfarin ár og sjá hafnir og aðrir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sér hag í því. Markmið verkefnisins er að kanna hver staða Íslands er sem áfangastaður skemmtiferðskipa, þá sérstaklega innan Evrópu. Rannsóknarspurningin sem lagt er upp með er eftirfarandi: „Hver er staða Íslands í heimi skemmtiskipaferðamennsku?“ Verkefnið snérist um að greina helstu markaðssvæði skemmtiferðaskipa í heiminum, umfang og samstarf innan greinarinnar og helstu rekstraraðila skemmtiferðaskipa. Staða Íslands innan greinarinnar var svo metin, m.a. með því að skoða heimasíður þeirra skipafélaga sem hafa Ísland sem áfangastað og kanna hvernig landið passar inn í ferðaframboð skipafélaganna. Í ljós kom ferðamennska með skemmtiferðaskipum er sú grein innan ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast síðustu áratugi. Tvö svæði, N-Ameríka og Evrópa, eru stærstu svæðin en nútímaferðamennska með skemmtiferðaskipum á rætur að rekja til N-Ameríku og hefur það svæði ávallt verið sem hefur laðað til sín flesta farþega. Síðustu ár hefur hins vegar markaðssvæði Evrópu stækkað ört á meðan hægt hefur mikið á fjölgun farþega í N-Ameríku. Önnur svæði heimsins eru lítil í samanburði en hafa mikla framtíðarmöguleika. Skemmtiskipaferðamennska á Ísland hefur vaxið mun hraðar en hin hefðbundna ferðamennska þar sem farþegar koma með flugi. Ísland sem áfangastaður er yfirleitt skilgreindur sem hluti af N-Evrópu en mikil samkeppni er um farþega skemmtiferðaskipa þar sem lönd innan ákveðins svæðis hafa tekið höndum saman með samvinnu. Ísland er í flestum tilvikum hluti af ferðum um Atlantshafið frá meginlandi Evrópu eða á norðurslóðir.