Þekkingarmiðlun hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga. Áskoranir og ávinningur

Dýrmætasta auðlind hverrar skipulagsheildar er oftar en ekki mannauðurinn sem þar starfar og þekkingin sem í honum býr. Í þessu verkefni er sjónum beint að miðlun þekkingar hjá starfsmönnum sem vinna við stjórnsýslu hjá sveitarfélögum á Íslandi en það viðfangsefni hefur lítið sem ekkert verið rannsa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Ösp Gylfadóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11160
Description
Summary:Dýrmætasta auðlind hverrar skipulagsheildar er oftar en ekki mannauðurinn sem þar starfar og þekkingin sem í honum býr. Í þessu verkefni er sjónum beint að miðlun þekkingar hjá starfsmönnum sem vinna við stjórnsýslu hjá sveitarfélögum á Íslandi en það viðfangsefni hefur lítið sem ekkert verið rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast yfirsýn á aðferðum þekkingarstjórnunar sem íslensk sveitarfélög nota og hvort íbúafjöldi sveitarfélags, starfsstétt þátttakenda og kyn hafi áhrif á viðhorf og svör. Jafnframt að greina hvort menning fyrir þekkingarmiðlun sé til staðar og þá í hvaða mæli, hvaða þættir hvetja til eða hefta þekkingarmiðlun hjá mannauði stjórnsýslunnar. Rafræn könnun var lögð fyrir starfsmenn stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga að Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ undanskildum. Alls svöruðu 385 einstaklingar sem þýðir 63,3% svarhlutfall. Einnig voru tekin fimm formleg viðtöl við lykilstarfsmenn hjá sveitarfélögum og nokkur undirbúningsviðtöl. Helstu niðurstöður eru þær að hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga er ekki skýr stefnumótun sem styður við þekkingarmiðlun þó svo að margar aðferðir þekkingar-stjórnunar séu til staðar í einhverju mæli. Vinnustaðamenning styður á vissan hátt við þekkingarmiðlun en stefnumiðaðan ásetning vantar. Stærð sveitarfélags, starfsstétt þátttakanda og kyn hefur áhrif á suma þætti þekkingarmiðlunar en þó ekki alla. Starfsstétt er sá þáttur sem hefur mest áhrif þar sem viðhorf stjórnenda og sérfræðinga eru oftast svipuð en meiri munur er á viðhorfum starfsmanna í öðrum störfum. Jákvæð fylgni er á milli hvatningar stjórnenda að miðla þekkingu og þeirrar þekkingarmiðlunar sem á sér stað sem og á milli vinnustaðamenningar og þekkingarmiðlunar. Fáir þátttakendur kannast við að halda þekkingu hjá sér en mun fleiri þekkja slíkt hjá samstarfsfélögum. Þátttakendur rannsóknarinnar telja, eins og erlendar rannsóknir hafa sýnt, að sveitarfélögin geti veitt betri þjónustu væri þekkingarmiðlun skilvirkari. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að margt er jákvætt hjá ...