Ríkisútvarpið sem opinbert hlutafélag. Tengsl ábyrgðar og valds rofin

Í rannsókninni eru einkenni opinberra hlutafélaga á Íslandi greind og fjöldi þeirra kortlagður. Einnig er kannað hvort félögin fari að lögum um opinber hlutafélög samkvæmt hlutafélagalögum. Ríkisútvarpið ohf. er skoðað sérstaklega með eigindlegum rannsóknum, elítu viðtölum, til að gefa dýpri sýn á á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Ósk Ásgeirsdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11150
Description
Summary:Í rannsókninni eru einkenni opinberra hlutafélaga á Íslandi greind og fjöldi þeirra kortlagður. Einnig er kannað hvort félögin fari að lögum um opinber hlutafélög samkvæmt hlutafélagalögum. Ríkisútvarpið ohf. er skoðað sérstaklega með eigindlegum rannsóknum, elítu viðtölum, til að gefa dýpri sýn á áhrif breytinga á rekstraforminu. Þá er sjónum beint að meðferð valds og ábyrgðar hjá félaginu eftir hlutafélagavæðingu út frá umboðskenningum og jafnframt er sett fram kenning um nýtt stjórntæki hins opinbera. Opinber hlutafélög eru 11 talsins samkvæmt skráningu hjá Fyrirtækjaskrá en niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að þau eru alls 15. Jafnframt sýna niðurstöður að ríkið skráir opinber hlutafélög í sinni eigu ekki með réttum hætti í ríkisreikningi, en þar kemur fram að ríkið eigi fimm slík félög en niðurstaða höfundar er að ríkið eigi 12 opinber hlutafélög að fullu, beint og óbeint. Niðurstaða rannsóknarinnar leiðir jafnframt í ljós að fimm opinber hlutafélög brjóta annars vegar ákvæði laga um hlutafélög og hins vegar ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt og kvenna og karla. Niðurstöður rannsóknar á ábyrgð og valdi hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt umboðskenningum eru að við hlutafélagavæðinguna hafi umboðskeðjan verið rofin og ábyrgð á starfsemi Ríkisútvarpsins því óljós og óskilvirk. Kenningin um opinbera hlutafélagavæðingu sem stjórntæki hins opinbera var rannsökuð og niðurstaða höfundar að hún falli inn í greiningarramma stjórntækjanna en hlutafélagavæðingin sé ekki nýtt stjórntæki, frekar sambland af notkun fjögurra stjórntækja. In this study the characteristics of state owned public limited companies in Iceland are analyzed and examined whether the companies comply with the law on public companies. The Public Broadcasting Company (Ríkisútvarpið ohf.) is examined separately with qualitative research, elite interviews, to give a deeper insight into the effects of changing a state agency into a state owned public company. The author focuses on authority and responsibility from the agency theory perspective and puts ...