Gildi loftmynda í fornleifarannsóknum

Rannsóknir sýna að innrauðar litloftmyndir hafa yfirburði yfir aðrar gerðir loftmynda. Þrátt fyrir það hafa þær lítið verið notaðar í fornleifarannsóknum og gildi þeirra nánast ekkert verið kannað. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða möguleika innrauðra mynda fyrir fornleifarannsóknir og til sam...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Laufey Davíðsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11136
Description
Summary:Rannsóknir sýna að innrauðar litloftmyndir hafa yfirburði yfir aðrar gerðir loftmynda. Þrátt fyrir það hafa þær lítið verið notaðar í fornleifarannsóknum og gildi þeirra nánast ekkert verið kannað. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða möguleika innrauðra mynda fyrir fornleifarannsóknir og til samanburðar voru notaðar venjulegar litloftmyndir. Í fyrsta lagi var rannsakað hversu vel loftmyndir nýttust til að koma auga á fornminjar, ýmist þær sem áður hafa fundist á vettvangi, þær sem ekki hafa verið staðsettar eða alls óþekktar minjar. Í öðru lagi var kannað hvort nýta mætti loftmyndir við mat á eðli minjanna og hvert hlutverk þeirra var í búsetu svæðisins á mismunandi tímum. Fornleifar voru flokkaðar niður í algenga minjahópa eftir útlitseinkennum og ummerkjum. Svæðið sem var notað til rannsóknarinnar er Austur- og Vesturdalur í Skagafirði. Búsetumynstur dalanna var kannað, bæði með notkun heimilda og loftmynda, og þær breytingar skoðaðar sem hafa átt sér stað. Samtals voru skoðaðar minjar á 55 bæjum og var fjöldi fundinna minja frá engri upp í 23 minjar á hverjum stað. Byrjað var að skrá fornleifar af litmyndum en síðan á innrauðu myndunum. Í ljós kom að yfir helmingi fleiri fornleifar fundust við skráningu á innrauðu myndunum og fornleifar fundust sem ekki höfðu fundist áður á vettvangi. Innrauðu loftmyndirnar nýttust einnig við mat á eðli minjanna og hvaða hlutverki þær gegndu. Með því að skoða hlutverk minja á þennan hátt er auðveldara að skilja minjasvæðin. Sömuleiðis kom í ljós að loftmyndir nýtast til athugunar á búsetumynstri. Heimildir sýna að á 14. öld lagðist hver bærinn á fætur öðrum í eyði og með loftmyndakönnun á svæðinu kom í ljós að eftir þann tíma varð búsetumynstur dalanna ólíkt. Í Austurdal voru margar jarðir eyðibýla nýttar undir sel eða beitarland en í Vesturdal voru fáar jarðir nýttar aftur. Ástæðan er líklega breytingar á landkostum. Researches both in Iceland and abroad, show that infrared aerial photographs are superior to other aerial photographs. Despite that, they have not been ...