Evrópusamstarf. Samstarf og hagsmunaviðhorf í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Í þessari 30 eininga meistararitgerð í Evrópufræðum í stjórnmálafræðideild við Háskóla Íslands eru kenningar í Evrópufræði, samstarf vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þættir innan íslenskrar stjórnsýslu, leitt saman í rannsókn. Afstaða Íslands til hagsmunagæslu í aðildarviðræðunum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaug Dröfn Hreiðarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11124
Description
Summary:Í þessari 30 eininga meistararitgerð í Evrópufræðum í stjórnmálafræðideild við Háskóla Íslands eru kenningar í Evrópufræði, samstarf vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þættir innan íslenskrar stjórnsýslu, leitt saman í rannsókn. Afstaða Íslands til hagsmunagæslu í aðildarviðræðunum verður rannsökuð með tilliti til kenningar um frjálslynda milliríkjahyggju (e. liberal intergovernmentalism). Í yfirlýsingu stjórnvalda er kveðið á um að ferli vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið skuli byggja á víðtæku samstarfi stjórnsýslunnar, ráðuneyta, stofnana og ólíkra aðila í samningahópum. Ferlið eigi sömuleiðis að vera opið og gegnsætt. En þess viðhorfs hefur hins vegar gætt að stjórnsýslan glími við vanda sem felst í sílóhugsun (e. silo-based-approach) sem lýsir sér í einangruðum kerfum sem hamli upplýsingamiðlun, samskiptum og samvinnu milli ráðuneyta og stofnana. Af gögnum rannsóknarinnar er dregin sú niðurstaða að hið víðtæka samstarf sem átt hefur sér stað til þessa vegna aðildarviðræðnanna gefi ekki til kynna að sílóhugsun sé ríkjandi. Samstarf er bæði mikið og opið en þó gætir einkenna sílóhugsunar að ákveðnu leyti sem snýr að afmörkuðum þáttum stjórnsýslunnar. Viðhorf Íslands til grundvallarhagsmuna sinna er samkvæmt greiningu rannsóknarinnar talið hafa einkenni frjálslyndrar milliríkjahyggju. The present 30 ECTS unit MA-thesis in European Studies in the Faculty of Political Studies at the University of Iceland combines a research into European Studies, the cooperation in context with Iceland's accession talks with the European Union and aspects of Iceland's Public Administration. Iceland's attitude towards the defence of interests in international relations will be explored using the theory of liberal intergovernmentalism. A declaration issued by Iceland's government states that the accession process leading to an Icelandic EU-Membership shall be based on a broad cooperation between the administration, ministries and public institutions, as well as between different actors in the group of ...