Summary: | Aldraðir eru ört vaxandi hópur í samfélaginu og með auknum lífsgæðum verður heilsa þeirra betri og lífaldur þeirra lengist. Þessi þróun kallar á aukna þekkingu og sérhæfingu hjá heilbrigðisstarfsfólki. Við gerð rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Úrtakið voru aldraðir einstaklingar á aldrinum 61. til 90 ára sem enn bjuggu í heimahúsi á Akureyri og í Suður-Þingeyjarsýslu. Lagður var spurningalisti fyrir þátttakendur sumarið 2004 og svöruðu þátttakendur spurningalistunum í viðurvist nema í iðjuþjálfun sem einnig unnu að rannsókninni. Svöruðu 189 þátttakendur spurningarlistanum eða 78 %. Kynjaskipting þátttakenda var tiltölulega jöfn. Rannsóknin sýndi að yngri þátttakendur komu oftar til hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöð heldur en þeir sem eldri voru. Þó ber að geta að ekki var tölfræðilega marktækur munur á aldurshópunum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að aldraðir í þéttbýli nýttu sér þjónustu hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð síður en í dreifbýli og voru þessar niðurstöður tölfræðilega marktækar. Einnig kom í ljós að karlar nýttu sér frekar þjónustu hjúkrunarfræðinga en konur, öfugt við þá tilgátu sem rannsakendur lögðu upp með. Rannsókn okkar sýndi að aldraðir einstaklingar, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli nýta fæstir sér þjónustu hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð, en 73% þátttakenda höfðu aldrei nýtt sér ofangreinda þjónustu. Jafnframt kom fram að þeir leituðu ekki eftir fræðslu frá hjúkrunarfræðingum. Þetta sýnir að hjúkrunarfræðingar eru lítið sýnilegir á heilsugæslustöðvum og því vannýtt auðlind. Þrátt fyrir niðurstöðu rannsóknar okkar bendir Rúnar (2002) á að fólk sem kemur á heilsugæslustöðvar vilji fá ráðleggingar um heilbrigðan lífstíl og hvernig bregðast eigi við breytingum á heilbrigði. Þörf er á því að kynna fyrir öldruðum þá þjónustu sem hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum veita. Sú staðreynd að aldraðir virðast leita frekar eftir þjónustu lækna en hjúkrunarfræðinga bendir á þörfina fyrir að gera störf hjúkrunarfræðinga á ...
|