Stefnumótun og skorkort Samfés

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsóknarritgerð þessi er unnin fyrir Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Markmið hennar er að kynna hugmyndafræði sem tengist stefnumótun og stefnumiðuðu árangursmati með það fyrir augum að greina og endurmeta starf Samfés, setja...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Rúnar Hilmarsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1105
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsóknarritgerð þessi er unnin fyrir Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Markmið hennar er að kynna hugmyndafræði sem tengist stefnumótun og stefnumiðuðu árangursmati með það fyrir augum að greina og endurmeta starf Samfés, setja fram framtíðarsýn og útfæra hana í stefnu- og skorkorti. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram til að leiða vinnuna. • Hvernig gagnast mótun stefnu og framtíðarsýnar Samfés við að gera starf samtakanna markvissara og skilvirkara? o Hvernig geta félagsmiðstöðvar nýtt sér stefnumótunarvinnu Samfés? o Hvernig hentar Stefnumiðað árangursmat lands- og regnhlífasamtökum eins og Samfés? o Hvað hefur Samfés að sækja til annarra landssamtaka og hvernig er hægt að finna þær upplýsingar? o Hvernig meta aðildarfélagar starf Samfés? Helstu niðurstöður eru: • Að Samfés hefur endurmetið starfið hjá samtökunum með hugmyndafræði stefnumótunar að leiðarljósi og sett fram metnaðarfulla en jafnframt raunhæfa framtíðarsýn og stefnu sem gerir starfið markvissara og skilvirkara. • Að starf samtakanna er gegnsærra og öllum sem hagsmuna eiga að gæta er ljóst hvert er stefnt og hvernig er ætlað að ná þeim markmiðum. • Að Samfés hefur tileinkað sér vinnubrögð sem gefur heildarsýn yfir starfsemina og eykur möguleikana á frekari framþróun innan samtakanna. • Með skýrri framsetningu á framtíðarsýn og stefnu og vísun í fræðin er aðildarfélögum Samfés, þ.e. félagsmiðstöðvum fært í hendur tæki til að bæta eigið starf. • Stefnumiðað árangursmat, þ.e. útfærsla stefnunnar í stefnu- og skorkortinu gerir öllum hagsmunaaðilum ljóst hvað Samfés ætlar sér í náinni framtíð og hvernig samtökin ætlar sér að ná sínum markmiðum. Skorkort er niðurstaða stefnumótunarvinnunnar og kemur til með að gefa til kynna hvernig til tekst. • Mótandi samanburður gefur Samfés tækifæri á því að bera saman og skoða hvað önnur landssamtök eru að gera, hvort að það sé eitthvað í þeirra starfi, þ.e. verkefni, innra skipulag eða uppbygging starfseminnar, sem sé ...