Samkeppnishæfni sjávarútvegs á Vestfjörðum

Vestfirðir eru landssvæði sem hefur byggst upp á sjávarútvegi sem hefur verið og er hornsteinn atvinnulífs svæðisins. Mikil umræða fer fram um greinina á Íslandi þar sem hún er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar en einnig er mikil umræða innan svæðisins um greinina vegna stöðu hennar. Umræð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Neil Shiran K. Þórisson 1977-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10959
Description
Summary:Vestfirðir eru landssvæði sem hefur byggst upp á sjávarútvegi sem hefur verið og er hornsteinn atvinnulífs svæðisins. Mikil umræða fer fram um greinina á Íslandi þar sem hún er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar en einnig er mikil umræða innan svæðisins um greinina vegna stöðu hennar. Umræðan um sjávarútveg Vestfjarða er oftast byggð á tilfinningum en ekki hlutlægum staðreyndum og fræðilegri umfjöllun. Í þessari ritgerð er fjallað um samkeppnishæfni svæðisins með fræðilegum tilvísunum og hlutlægum upplýsingum sem eiga að svara hvort sjávarútvegur á Vestfjörðum sé samkeppnishæfur. Vegna skorts á gögnum þurfti að vinna með mikið af frumgögnum og byggja útreikninga á þeim en reynt var að gera það með þeim hætti að lykilgögn eins og samandregnir ársreikningar fyrirtækja Vestfjarða séu samanburðarhæfir við þær tölur sem liggja fyrir um sjávarútveg á landinu öllu. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum gengur verr en rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, sem segir til um lakari samkeppnishæfni svæðisins. Jafnframt er reksturinn ekki sjálfbær þar sem vestfirsku sjávarútvegsfyrirtækin munu ekki í óbreyttri mynd ráða við þær skuldbindingar sem þau standa frammi fyrir. Í niðurstöðunum verður ekki horft fram hjá því að viðskiptaumhverfið hefur ekki hjálpað til við að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins en svæðið hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum.