Útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum

Ritrýnd grein Markmið þessarar greinar er að rannsaka útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum og hvort þau útvisti verkþáttum á milli landshluta. Greinin byggir á viðtölum við tíu sérfræðinga og fulltrúa í þjónustufyrirtækjum sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Helstu niðurstöður eru þær að engi...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingi Rúnar Eðvaldsson 1958-, Sigrún Björk Sigurðardóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10894
Description
Summary:Ritrýnd grein Markmið þessarar greinar er að rannsaka útvistun í íslenskum þjónustufyrirtækjum og hvort þau útvisti verkþáttum á milli landshluta. Greinin byggir á viðtölum við tíu sérfræðinga og fulltrúa í þjónustufyrirtækjum sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Helstu niðurstöður eru þær að engin stefna hefur verið mótuð innan fyrirtækjanna varðandi útvistun þjónustuverkefna. Algengustu verkefni sem hefur verið útvistað eru tölvumál, ræsting, símsvörun og úthringing, bakvinnsla, bókhald og öryggisgæsla. Í flestum tilvikum krefjast þau störf sem útvistað hefur verið lítillar formlegrar menntunar starfsfólks. Verkefnin teljast nær öll til stoðþjónustu fyrirtækja. Viðmælendur nefndu margar ástæður fyrir útvistun þjónustu, svo sem lækkun kostnaðar, að auka rekstraröryggi, draga úr starfsmannaveltu, geta fengist við lykilhæfni, auka fjölbreytni og dreifa áhættu. Flestir viðmælendur voru ánægðir með útvistun þjónustu. Kostnaður hefur óvíða lækkað eftir útvistun. Þessar niðurstöður eru mjög í anda erlendra rannsókna. The goal of this article is to study outsourcing in Icelandic service firms and to find out whether they outsource tasks to other parts of Iceland. The article is based on interviews with ten employees from service firms which were chosen at random. The main conclusion is that the companies have no defined strategy on outsourcing services. The most common tasks which have been outsourced involve computing, cleaning, answering the telephone, making calls to customers, back‐office work, accounting, and security services. In most cases the jobs which have been outsourced require little formal education. The tasks nearly always consist of non‐core services for the company. Informants gave many reasons for outsourcing services, such as reducing costs, minimizing risk, reducing staff turnover, allowing a focus on core competencies, increasing diversity and spreading risk. Most informants were satisfied with outsourcing. In most cases outsourcing has not reduced costs. These conclusions are very ...