Staldraðu við.!!! Þjóðvegur í þéttbýli

Meginmarkmið þessa verkefnis er að ná niður umferðarhraða eftir Aðalgötunni í Ólafsfirði. Þeim markmiðum verður reynt að ná fram með hönnun sem tekur til sjónrænna áhrifa eftir þessari beinu og breiðu götu. Sjónræn áhrif taka ekki aðeins til götunnar sjálfrar og því nauðsynlegt að taka með í hönnuna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vignir Þór Siggeirsson 1965-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10825
Description
Summary:Meginmarkmið þessa verkefnis er að ná niður umferðarhraða eftir Aðalgötunni í Ólafsfirði. Þeim markmiðum verður reynt að ná fram með hönnun sem tekur til sjónrænna áhrifa eftir þessari beinu og breiðu götu. Sjónræn áhrif taka ekki aðeins til götunnar sjálfrar og því nauðsynlegt að taka með í hönnunartillögur nærsvæði Aðalgötunnar. Til að meta hversu stórt hönnunarsvæði nærsvæðis götunnar þyrfti að vera, var stuðst við hugmyndafræði Kevin Lynch um rýmisgreiningu. Greining fór fram á hugtökum hans um, mót mörk, línur, svæði og kennileiti í sjónlínu út frá Aðalgötunni. Kom í ljós við þessa rýmisgreiningu að hönnunarsvæði þyrfti að vera 50 metra út frá götubrúnum Aðalgötunnar á báða vegu. Eftir fyrsta þátt greiningarinnar, var gert mat á ásýnd og ástandi svæðanna með tilliti til fegurðar, upplifunar og notagildi. Við þetta mat skiptust svæði rýmisgreiningar í smærri svæði, allt eftir ástandi og ásýnd hverss svæðis fyrir sig. Áður en hönnunarferlið fór af stað var nauðsynlegt að gera greiningu á umferðarmannvirkjum götunnar í dag og taka mið af væntanlegri umferð. Við þá greiningu var stuðst við hugmyndafræði norsku Vegagerðarinnar í úttekt þeirra á verkefnum sem höfðu verið gerð um þjóðvegi í þéttbýli (Fra riksveg til gate). Helstu niðurstöður áðurnefndra greininga og mats, er að ástand opinna svæða er mjög slæmt, notkunargildi þeirra lítið vegna skorts á upplifunargildi einstaklinganna fyrir þessum svæðum. Umhverfi og ásýnd almenns vegfarenda í sjónlínu frá Aðalgötu er vægast sagt mjög dapurt, margir hlutir í niðurníðslu og almennt virðingarleysi fyrir umhverfinu virðist vera almennt. Sú aðkoma í bæinn sem býður gesti velkomna er nöturleg og köld, á það við um báðar aðkomur í Ólafsfjörð. Greining á umferðarmannvirkjum skilaði ekki betri niðurstöðum en þær greiningar sem á undan er lýst, ein hraðatakmörkun fannst á þessari beinu, breiðu og löngu götu, gangbrautir eru langt undir því sem gæti talist eðlilegur fjöldi. Bílastæði án afmörkunar og mörg þeirra beinlínis hættuleg, blind og hættuleg beygja er á Aðalgötunni ...