Greining gæðaferla á verkfræði- og framkvæmdarsviði Landsvirkjunar

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Viðfangsefni þessa verkefnis var að greina gæðaferla á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar. Greiningin fólst í því að koma að raunverulegri vinnu ritunarhóps við smíði og endurbætur á gæðaferlum tengdum Verkfræði- og framkvæmdas...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörn Haraldsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2003
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1082
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Viðfangsefni þessa verkefnis var að greina gæðaferla á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar. Greiningin fólst í því að koma að raunverulegri vinnu ritunarhóps við smíði og endurbætur á gæðaferlum tengdum Verkfræði- og framkvæmdasviði. Sú vinna sem fram fór á þeim fundum sem haldnir voru verður borin saman við þær fræðilegu kenningar sem settar hafa verið fram. Tilgangurinn er að átta sig á þeirri stöðu og stefnu sem íslensk fyrirtæki eru að vinna eftir í gæðamálum. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að fyrirtæki sem standa að verklegum framkvæmdum standa frammi fyrir mikilli gæðavinnu. Sú vinna miðar að því að koma á fót vottuðum gæðakerfum. Mikill áhugi er hjá fyrirtækjum að fara að vinna í gæðamálum, og hafa til að mynda samtök Iðnaðarins haldið gæðanámskeið fyrir verktaka í verklegum framkvæmdum. Auknar kröfur til gæðamála eru gerðar til fyrirtækja er standa að verklegum framkvæmdum. Verk og verkþættir eru orðnir af þeirri stærðargráðu að bjóða þarf verk út á Evrópska efnahagssvæðinu sem ýtir undir að menn hafi vottuð gæðakerfi hjá sér og geri kröfur um slíkt hið sama hjá undirverktökum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Landsvirkjun er á góðri leið með sín gæðamál. Fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í það rafræna kerfi sem heldur utan um gæðahandbókina. Virk þátttaka starfsmanna er í hávegum höfð og er unnið að vottun fyrstu aflstöðvarinnar (Blöndu) um þessar mundir. Lykilorð:  Greining  Gæðaferlar  Undirverktakar  Framkvæmdir  Landsvirkjun