Félagslegt tengslanet í rými. Filippseyingar í Reykjavik

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á félagslegt tengslanet í mismunandi rýmum hjá innflytjendum frá Filippseyjum búsettum í Reykjavík. Félagsleg tengslanet og samskipti eru skoðuð út frá staðsetningu og tíma. Vinnurými, frístundarými og búseturými eru þau félagslegu rými sem eru rannsökuð ása...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Lea Ævarsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10813
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á félagslegt tengslanet í mismunandi rýmum hjá innflytjendum frá Filippseyjum búsettum í Reykjavík. Félagsleg tengslanet og samskipti eru skoðuð út frá staðsetningu og tíma. Vinnurými, frístundarými og búseturými eru þau félagslegu rými sem eru rannsökuð ásamt því hversu mikið filippískir innflytjendur nota internetið og síma til þess að halda sambandi við ættingja erlendis. Við öflun gagna voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir. Níu Filippseyingar skráðu dagbækur en viðtöl voru tekin við sex þeirra. Tíma-landfræði graf Hägerstrands var notað til þess að setja fram dagbókarfærslur á myndrænt form. Helstu niðurstöður sýna fram á að félagslegt tengslanet viðmælendanna er breytilegt eftir rými og þeir aðskilja sig talsvert frá samfélaginu með því að halda sér við búseturýmið. Innan búseturýmisins tengjast Filippseyingar með nútíma tækni sínum uppruna í gegnum gervihnattarsjónvarp og veraldarvefinn. Með nýjustu samskiptatækni viðhalda þeir þverþjóðlegum tengslum við heimaland sitt. Þó að einstaklingar í rannsókninni eigi það sameiginlegt að vera frá Filippseyjum þá sýna niðurstöður að aðrir þættir en þjóðerni og trú skipta máli í tengslaneti þeirra en þar má nefna íslenskukunnátta og lengd dvalar. Vinna þátttakenda var mest við þjónustustörf og þrír voru heimavinnandi með ungabörn. Frístundarýmin voru einna helst heimili þátttakenda, kaþólskar kirkjur og verslunarferðir í Kringluna og Smáralind. The main aim of the research is to study the social contacts in various spaces among Philippian immigrants living in Reykjavík. Social networks and communication are studied in space and time. The researcher focuses specifically on social spaces like workplace, leisure and homes, also tries to find out how much Philippians use the internet or the phone to stay connected to their family in the Philippines. Data was collected with qualitative research methods. Nine wrote diaries but six of them were interviewed.To demonstrate the findings of the diaries in a graphic style the ...