Norður-Sigling : nú og í framtíð

Verkefnið er lokað Þetta verkefni fjallar um stöðu og þróun hvalaskoðunar á Íslandi og erlendis og stöðu Norður-Siglingar ehf. í íslenskri ferðaþjónustu. Einnig er sett fram viðskiptaáætlun fyrirtækisins. Í fyrsta hluta verkefnisins er fjallað um hvalaskoðun innan ferðaþjónustunnar og stöðu Húsavíku...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórunn Harðar
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2003
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1081
Description
Summary:Verkefnið er lokað Þetta verkefni fjallar um stöðu og þróun hvalaskoðunar á Íslandi og erlendis og stöðu Norður-Siglingar ehf. í íslenskri ferðaþjónustu. Einnig er sett fram viðskiptaáætlun fyrirtækisins. Í fyrsta hluta verkefnisins er fjallað um hvalaskoðun innan ferðaþjónustunnar og stöðu Húsavíkur í því sambandi. Rædd eru umhverfismál í tengslum við ferðaþjónustu og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi hvað það snertir. Velt er upp hugmyndum um sjálfbæra hvalaskoðun og tekið dæmi um vel heppnaða uppbyggingu á hvalaskoðunarstað á Nýja-Sjálandi. Í öðrum hluta er viðskiptaáætlun Norður-Siglingar sett fram þar sem meðala annars eru sýnd yfirlit yfir ársreikninga fyrirtækisins frá árunum 1999 til 2001 og þróun þeirra lýst. Í því framhaldi er sett fram þriggja ára áætlun frá 2004 til 2006. Í þriðja og síðasta hluta verkefnisins eru umræður og tillögur og niðurstöður. Þar kemur fram að Ísland er komið á kortið sem vinsæll hvalaskoðunarstaður og hvalaskoðun hefur haft jákvæð áhrif, bæði efnahagsleg og félagsleg, á Húsavík og umhverfi sem er fjölsóttasti hvalaskoðunarstaður á Íslandi. Norður-Sigling er í sterkri stöðu sem stærsta hvalaskoðunarfyrirtækið á landinu og með auknum áherslum á umhverfisvæna- og menningartengda ferðaþjónustu á Norður-Sigling alla möguleika á að standast harðnandi samkeppni og eflast sem framsækið ferðaþjónustufyrirtæki. Lykilorð:  Viðskiptaáætlun  Hvalaskoðun  Vistvæn ferðaþjónusta  Sjálfbær ferðaþjónusta  Afþreying