Myndun Lambafells

Lambafell er um 250m hár og 3km langur móbergshryggur á suðvesturhorni Íslands. Lambafell tilheyrir Hengilseldstöðvakerfinu og er rúmlega 5km frá megineldstöðinni, Hengli. Fellið hefur líklegast myndast í síðari hluta jökulskeiðsins og bendir hæð fellsins til þess að jökullinn hafi verið farinn að þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Almar Barja 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10800
Description
Summary:Lambafell er um 250m hár og 3km langur móbergshryggur á suðvesturhorni Íslands. Lambafell tilheyrir Hengilseldstöðvakerfinu og er rúmlega 5km frá megineldstöðinni, Hengli. Fellið hefur líklegast myndast í síðari hluta jökulskeiðsins og bendir hæð fellsins til þess að jökullinn hafi verið farinn að þynnast. Viðkvæm form á toppi fellsins benda til þess að ekki hafi mikill ágangur frá jökli verið á fellinu frá myndun þess. Líklegt verður því að teljast að fellið sé yngra en 20.000 ára, en þá náði síðasta jökulskeið hámarki sínu. Myndun Lambafells var skoðuð með tilliti til þekktra kenninga sem m.a. eru byggðar á rannsóknum J. G. Jones á Íslandi á sjötta áratug 20. aldar. Kenningin byggir á fjörum stigum í uppbyggingu móbergsfjalla og finnast ásýndir frá þrem seinustu stigunum hans í Lambafelli. Fyrsta stigið, þykk bólstrabergslög, eru ekki sjáanleg í Lambafelli. Mjög líklegt verður þó að teljast að lögin séu ógreinanleg vegna yfirliggjandi sets og hrauns frá seinni stigum eldvirkninnar. Tvær námur er í fellinu og voru þær rannsakaðar með tilliti til uppröðunar set- og hraunlaga. Eitthvað var um endurtekin jarðlög sem bendir til þess að bræðsluvatnslón hafi verið yfir gosstöðvunum sem hafi tæmst og fyllst aftur. Hraun hefur runnið eftir yfirborði fellsins og er m.a. hrauntröð greinanleg á toppi fellsins. Í seinni hluta gossins hefur eldvirknin líklega minnkað í syðri hluta sprungunnar og einskorðast við tvo gíga á nyrðri hluta sprungunnar. Um annan þeirra hefur líklega mikið hraun runnið en úr hinum meira um gjósku og bombur. Lambafell is a 250m high and 3km long hyaloclastite tindar In southwestern Iceland. Lambafell belongs to the Hengill volcanic system and is about 5km from the center volcano. The mountain formed in a sublacial eruption in late Pleistocene. Fragile structures on the top of the mountain suggest that formation occured after the last glacial maximum, about 20.000 years B.P. The formation of Lambafell was compared to known theories about subglacial volcanoes, base largely on research made by J. G. ...