Eru hermigómar (copy denture) valkostur sem hægt er að nýta við gerð heilgóma?

Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands í febrúar 2012. Rannsökuð var „hermigómsaðferðin“ sem hefur verið notuð sem valkostur í heilgómagerð í tannsmíði og tannlækningum síðan 1967, en þá voru fyrstu rituðu greinarnar um efnið birtar. Höfund...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Bjargey Gunnarsdóttir 1955-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10786
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands í febrúar 2012. Rannsökuð var „hermigómsaðferðin“ sem hefur verið notuð sem valkostur í heilgómagerð í tannsmíði og tannlækningum síðan 1967, en þá voru fyrstu rituðu greinarnar um efnið birtar. Höfundur heyrði fyrst minnst á þessa aðferð árið 2005. Þegar tækifæri gafst til að birta efni um aðferðina var það gripið feginshendi. Könnun á aðferðinni var framkvæmd á þann hátt að gerðir voru hermigómar í áttræða konu, ferlið skráð og myndað og borið saman við hefðbundna aðferð við gerð heilgómasetts. Fylgst var með konunni þangað til að allir voru ánægðir með árangurinn. Seinni hluti verkefnisins var að senda út spurningalista til tannsmiða og tannlækna. Megin tilgangurinn var að komast að því hvort og hve mikil þekking væri til hér á Íslandi á gerð hermigóma. Helstu niðurstöður eru þær að aðferðin er vel nothæf við gerð heilgóma í völdum tilfellum, en kemur ekki til með að koma að verulegu leiti í staðin fyrir hefðbundna aðferð við gerð heilgóma. Niðurstöður úr könnuninni sem send var til tannsmiða og tannlækna reyndist ekki marktæk vegna lélegrar þátttöku en veittu samt nokkrar upplýsingar sem að gagni koma. Nokkur þekking á gerð hermigóma virtist vera til staðar og þeir sem ekki þekktu hana vildu flestir heyra meira af henni. This thesis represents the author’s final step toward achieving a Bachelor of Science degree in Dental Technology at the Faculty of Odontology, University of Iceland. The study question that was issued was whether or not the “copy denture” method is a feasible option in regards to the production of complete dentures. The method has been used since 1967, or around the time when the first articles on this method were issued. The present author of this thesis first heard about this method around the year 2005 and when the opportunity to issue a thesis on this subject arrived, the author took the opportunity to do so. The study was conducted in both a clinical and academic way. The clinical ...