Ofanflóð í kjölfar goss í Eyjafjallajökli 2010

Ísland er úthafseyja á Mið-Atlantshafshryggnum sem skilur að N-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann. Af þessum völdum er mikil eldvirkni á landinu, en einnig er staðsettur möttulstrókur undir landinu sem eykur á eldvirknina. Á Íslandi er talið að gos verði að meðaltali á fjögurra ára fresti og eru þau a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sylvía Rakel Guðjónsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10775
Description
Summary:Ísland er úthafseyja á Mið-Atlantshafshryggnum sem skilur að N-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann. Af þessum völdum er mikil eldvirkni á landinu, en einnig er staðsettur möttulstrókur undir landinu sem eykur á eldvirknina. Á Íslandi er talið að gos verði að meðaltali á fjögurra ára fresti og eru þau af öllum toga s.s. hraungos og gos undir jökli sbr. Eyjafjallajökulsgosið sem hófst 14.apríl 2010. Gos undir jökli geta valdið miklum flóðum þar sem ísinn bráðnar hratt vegna hita. Það er einmitt það sem gerðist í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Flóðin, sem voru eðjuflóð og jökulhlaup, ruddu sér leið niður árfarvegi í suðurhlíð jökulsins. Í árfarvegi Holtsár sjást ummerki eðjuflóðanna greinilega vegna mikils rofs sem flóðin ollu og einnig gríðarlegs magns nýs efnis sem flóðin báru með sér. Tekin voru tíu sýni niður með Holtsá eftir flóðin og reynt var að skera úr um hvort flóða- eða straumvatnaset væri að ræða. Stuðst var við kornastærðardreifingu og smásjárskoðun til að skera úr um setmyndunarhætti sýnanna. Nokkuð greinilegar niðurstöður fengust með þessum aðferðum. Reyndust tvö af þessum tíu sýnum vera straumvatnaset, þrjú þeirra blönduð eðjuflóðaset og afgangurinn ofurblönduð eðjuflóðaset. Straumvatnasetið innihélt minna af gjósku, en meira af bergbrotum en eðjuflóðasýnin. Niðurstöður sýna að athugun á kornastærðardreifingu nægir í flestum tilvikum til þess að greina á milli eðjuflóðasets og straumvatnasets: straumvatnasetið sýnir eintoppa kornastærðardreifingu, en eðjuflóðaset er tví- til þrítoppa og gróft skekkt sem bendir til einhvers konar skolunar á fínefni. Abstract Iceland is an island situated on the mid-Atlantic Ocean Ridge. Iceland is a divergent plate boundary that separates the North-American plate and the Eurasian plate resulting in a high volcanic activity. Iceland is also a hot spot which supports increased volcanic activity on the island. In Iceland, volcanic eruptions occur on avarage every four years. The eruptions can vary in types and explosivity e.g. lava flows and subglacial eruptions like the ...