Félagslegar aðstæður pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd Evrópuárið 2010 var tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Fjöldi verkefnastyrkja var veittur til baráttunnar og hlaut Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd styrk til að rannsaka félags- og efnahagslega stöðu pólskra barnafjölsk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir 1981-, Ásta Guðmundsdóttir 1972-, Ásdís A. Arnalds 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Report
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10764
Description
Summary:Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd Evrópuárið 2010 var tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Fjöldi verkefnastyrkja var veittur til baráttunnar og hlaut Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd styrk til að rannsaka félags- og efnahagslega stöðu pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík. Samstarfsaðili að verkefninu er Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Helstu niðurstöður: Meirihluti svarenda hafa iðn- eða starfsmenntun (55%). Menntun svarenda er ólík menntun reykvískra foreldra almennt, þar sem fleiri hafa lokið háskóla- eða framhaldsskólanámi en færri iðn- eða starfsnámi. Meðalheimilistekjur pólskra barnafjölskyldna eru 417 þúsund krónur á mánuði. Meirihluti þeirra fjölskyldna (58%) sem hafa minna en 300 þúsund í mánaðartekjur eru fjölskyldur einstæðra foreldra. Pólskar barnafjölskyldur sem búsettar eru miðsvæðis í Reykjavík (352 þús.) og í Breiðholti (378 þús.) hafa lægri heimilistekjur en þær eru búsettar eru í Grafarvogi, Grafarholti, Norðlingaholti og Árbæ (460 þús.) og Kringlunni, Laugardal, Hlíðum, Fossvogi, Háaleiti og Skeifunni (475 þús.). Þeir þátttakendur sem tala íslensku vel hafa hærri heimilistekjur en þeir sem slakari kunnáttu hafa í íslensku. Mánaðarlegar heimilistekjur pólskra barnafjölskyldna eru 238 þúsund krónum lægri en meðalheimilistekjur almennings í Reykjavík. Heimilistekjur kvenkyns svarenda eru lægri en karlkyns svarenda þar sem þær eru frekar einstæðar en þeir. Meirihluti þáttakenda hefur verið í vinnu síðustu þrjá mánuði (57%), 18% hefur hvorki verið í vinnu né námi, 10% í námi og 14% í vinnu og námi. Karlar (87%) eru frekar í vinnu og/eða námi en konur (77%). Hlutfall foreldra sem hvorki eru í vinnu né námi er hæst í Miðbæ, Austur- og Vesturbæ (21%). Mikill meirihluti þátttakenda er í sambúð eða hjónabandi (86%) en einstæðir foreldrar eru 14% þátttakenda. Um 60% þátttakenda eiga eitt barn en þriðjungur á tvö börn og eiga pólskir foreldrar færri börn að meðaltali en reykvískir foreldrar almennt. Ríflega helmingur þátttakenda flutti til Íslands á ...