Höfn: Þéttbýlið við þjóðgarðinn

Töluverðar samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað á Höfn í Hornafirði undanfarin ár, og þá einkum í atvinnulífinu. Bærinn, sem byggðist upp á sjávarútvegi, er nú farinn að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna ár hvert. Margir fjölsóttir ferðamannstaðir eru í námunda við bæinn, svo sem Skaftafe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árdís Erna Halldórsdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10762
Description
Summary:Töluverðar samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað á Höfn í Hornafirði undanfarin ár, og þá einkum í atvinnulífinu. Bærinn, sem byggðist upp á sjávarútvegi, er nú farinn að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna ár hvert. Margir fjölsóttir ferðamannstaðir eru í námunda við bæinn, svo sem Skaftafell og Jökulsárlón, og sækja ferðamenn margvíslega þjónustu til Hafnar sem er eina þéttbýlið á svæðinu. Þar að auki er hinn nýstofnaði Vatnajökulsþjóðgarður nánast við bæjardyrnar, en Skaftafell tilheyrir honum. Í þessu verkefni er leitast við að kanna hver ímynd Hafnar er í augum erlendra ferðamanna, og hvort sú ímynd tengist á einhvern hátt Vatnajökulsþjóðgarði. Miklir kostir geta mögulega fylgt því að hugrenningatengsl eru til staðar á milli bæjarins og Vatnajökulsþjóðgarðs í hugum ferðamanna. Á það ekki síst við varðandi áframhaldandi uppbyggingu á ferðaþjónustu í bænum og umhverfi hans. Rannsóknin er byggð upp á hugarkortum, óformlegum viðtölum og spurningakönnunum sem erlendir ferðamenn á Höfn fylltu út sumrin 2009 og 2010, auk innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi gögnum. Er stuðst við kenningalegan ramma um ímyndir ferðamannastaða (e. tourist destination image) og þjóðgarðabæi (e. gateway communities). Niðurstöður sýna að bærinn hefur sterka ímynd sem sjávarþorp í augum erlendra ferðamanna. Vatnajökull spilar einnig stórt hlutverk í ímynd bæjarins, en tenging við Vatnajökulsþjóðgarð virðist vera veik. Má það að öllum líkindum rekja til þess hve stutt er liðið frá stofnun þjóðgarðsins og þess hve innviðir hans eru enn lítt sýnilegir. Til að styrkja ferðaþjónustu sem atvinnugrein á svæðinu er mikilvægt að efla samvinnu sveitarfélagsins og þjóðgarðsins, ekki síst í að efla markaðssetningu og byggja upp innviði ferðamennsku á svæðinu. Efnisorð: Höfn í Hornafirði, Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðar, ímynd ferðamannastaða, þjóðgarðabær, staðarvitund, ferðamennska. The town of Höfn in Hornafjörður has been facing consideral societal changes in the recent past. A town where fisheries has always been the main economical ...