Framtaks- og vogunarsjóðir á Íslandi

Markmið ritgerðarinnar er að skýra eiginleika framtaks- og vogunarsjóða og hvernig þeir eru frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingum. Lögð er sérstök áhersla á íslenska framtaks- og vogunarsjóði, hver þróun þeirra hefur verið og hvaða áskorunum sjóðirnir standa frammi fyrir í núverandi efnahagsumhverfi...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Davíð Örn Hreiðarsson 1989-, Árni Jón Pálsson 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10732
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að skýra eiginleika framtaks- og vogunarsjóða og hvernig þeir eru frábrugðnir hefðbundnum fjárfestingum. Lögð er sérstök áhersla á íslenska framtaks- og vogunarsjóði, hver þróun þeirra hefur verið og hvaða áskorunum sjóðirnir standa frammi fyrir í núverandi efnahagsumhverfi. Farið verður yfir sögulega hlið sjóðanna, ávöxtun, starfsemi og fjárfestingaraðferðir þeirra. Ritgerð þessi telst eigindleg og er markmið hennar ekki að veita afgerandi svör við þeim rannsóknarspurningum sem lagðar voru fram heldur fjalla um þróun sjóðanna og hvernig starfsemi þeirra hefur verið háttað á undanförnum árum. Við smíði þessarar ritgerðar var stuðst við þekktar fræðibækur, ritrýndar tímaritsgreinar, skýrslur og ýmsar vefsíður. Einnig voru tekin viðtöl við einstaklinga úr íslensku atvinnulífi til að auka skilning á þróun og starfsemi innlendra sjóða þar sem takmarkaðar upplýsingar er að finna um þá. Niðurstöður eru þær að valdir íslenskir vogunarsjóðirnir hafa, fyrir og eftir hrun, óháð efnahagsumhverfi og gjaldeyrishöftum, sýnt fram á góða ávöxtun. Framtakssjóðir hafa aftur á móti aldrei verið arðbær fjárfesting á Íslandi þar sem enginn íslenskur framtakssjóður hefur greitt fjárfestum út með hagnaði. Út frá niðurstöðum má draga þá ályktun að arðbært hefur reynst fyrir fagfjárfesta að fjárfesta í völdum vogunarsjóðum á Íslandi en ekki framtakssjóðum. Lykilorð: Framtakssjóður, vogunarsjóður, fagfjárfestasjóður, sérhæfðar fjárfestingar, fjárfesting, fagfjárfestir, efnahagshrunið, afleiður, millilagsfjárfestingar, áhættufjármagn, viðmið, þóknanir, ráðandi hluthafi, aðrir hluthafar, samlagshlutafélag. This paper aims to explain the characteristics of private equity and hedge funds and how they differ from other traditional investments. Special emphasis is put on the Icelandic private equity and hedge fund industry. The paper will cover industry development, historical yields, operations, investment strategies and challenges the funds face with the current economic environment. The paper is considered to be ...