Hver er reynsla tónlistarkennara af samræmdu prófakerfi í tónlistarnámi?

„Hver er reynsla tónlistarkennara af samræmdu prófakerfi í tónlist“? Svör við þeirri spurningu eru megin viðfangsefni þeirrar rannsóknar sem hér er til umfjöllunar. Byrjað var að prófdæma samkvæmt miðstýrðu prófakerfi í tónlistarskólum á Íslandi árið 2004 í kjölfar nýrrar Aðalnámskrár Tónlistarskóla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Anna Ísaksdóttir 1960-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10731
Description
Summary:„Hver er reynsla tónlistarkennara af samræmdu prófakerfi í tónlist“? Svör við þeirri spurningu eru megin viðfangsefni þeirrar rannsóknar sem hér er til umfjöllunar. Byrjað var að prófdæma samkvæmt miðstýrðu prófakerfi í tónlistarskólum á Íslandi árið 2004 í kjölfar nýrrar Aðalnámskrár Tónlistarskóla sem kom út árið 2000. Framkvæmd prófakerfisins er í höndum Prófanefndar tónlistarskóla sem stofnuð var árið 2002. Í ritgerðinni er greint frá aðdraganda að innleiðingu kerfisins, tilgangi þess og þeim markmiðum sem því er ætlað að ná fram. Skýrt er frá starfi Prófanefndar, fjallað um námsmatskenningar og grein gerð fyrir þeirri rannsóknaraðferð sem beitt var við rannsóknina. Einstaklingsviðtöl voru tekin við 13 kennara og skólastjórnendur og eru svör um reynslu þeirra af ýmsum þáttum kerfisins greind samkvæmt aðferðum eigindlegrar aðferðafræði. Spurt var um reynslu af samskiptum við Prófanefnd ásamt reynslu af umgjörð prófanna og samskiptum við prófdómara. Spurt var um mat á því hvernig samræming hafi tekist og kennarar voru spurðir að því hverjum þeim þyki kerfið þjóna. Auk þess svöruðu skólastjórar spurningum um kostnaðarhlið kerfisins. Niðurstöður úr rannsókninni eru að verulegra umbóta sé þörf á starfsháttum Prófanefndar tónlistarskóla. Form prófa og framkvæmd þykir stíf og ósveigjanleg og samræming þykir ekki hafa tekist sem skyldi. Staða kennara og nemenda er ekki talin sterk í prófakerfinu og tímabært að gagngerð endurskoðun fari fram á því. The thesis explores the experience of music teachers in Iceland of a standardized educational assessment system in Music. Following the adoption of a national music curriculum, a centralized examination system was introduced in 2004 in Icelandic music schools. The Icelandic Music Schools’ Examinations Board was made responsible for its administration. The thesis explores the background of the examination system, its primary goals, and its implementation. In addition to analyzing the work of the Examinations Board, it discusses theories of educational and learning ...