„Það er draumur að vera með dáta.“ Ástandið frá komu Bandaríkjahers 1941 til ársloka 1943

Ritgerði þessi fjallar um samskipti íslenskra kvenna við hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldar, samskipti sem fengu í daglegu tali nafnið „ástandið“. Það er einnig viðfangsefni ritgerðarinnar að fjalla um viðbrögð stjórnvalda við ástandinu. Jafnframt verður kannað hvaða viðbrögð þessi samskipti vök...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Íris Cochran Lárusdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10675
Description
Summary:Ritgerði þessi fjallar um samskipti íslenskra kvenna við hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldar, samskipti sem fengu í daglegu tali nafnið „ástandið“. Það er einnig viðfangsefni ritgerðarinnar að fjalla um viðbrögð stjórnvalda við ástandinu. Jafnframt verður kannað hvaða viðbrögð þessi samskipti vöktu meðal almennings, þá sér í lagi karlmanna. Fyrsti kafli rekur hugmyndir Íslendinga um þjóðerni, menningu og hlutverk kynjanna í samfélaginu. Skoðað verður hvernig þessar hugmyndir höfðu áhrif á ástandsumræðuna og viðmót til þeirra kvenna sem umgengust hermenn. Rakið verður hvernig ástandið þróaðist frá komu breska hersins til hins bandaríska. Þá verður leitast við að skoða þátt ólögráða stúlkubarna í ástandinu, en aðgerðir stjórnvalda beindust einna helst gegn samskiptum þeirra við hermenn. Í stuttu máli verður reynt að draga upp sem gleggsta mynd af ástandsmálum í Reykjavík einkum á árum bandarískrar herverndar 1942 til 1943. Færð verða rök fyrir því að ofstæki manna í garð ástandskvenna var að miklu leyti tilefnislaust, úlfalda var breytt í mýflugu. Svo virðist sem lítill hluti kvenfólks hafi umgengst herinn að staðaldri, til dæmis giftust tiltölulega fáar konur hermönnum og engin aukning varð í fæðingu óskilgetinna barna. Skoðað verður hvers konar stúlkur lentu einna helst undir smásjá yfirvalda, en sú athugun bendir til að hér hafi verið um að ræða félagslegt vandamál fremur en ekki siðferðislegt, öfugt við það, sem flestir héldu fram á tímum seinna stríðs. Tugþúsundir hermenna dvöldust í Reykjavík og nágrenni á þessum tíma og því beindist rannsóknin einkum að höfuðborgarsvæðinu.