Auglýsingar og íslenskt landslag. Áhrif birtingamynda landslags í auglýsingum Iceland Review

Í þessari ritgerð er kannað hvort birtingarmynd landslags í auglýsingum fyrir erlenda ferðamenn hafi áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. Könnunin er byggð á ákveðnu úrtaki af landslagsauglýsingum sem birtust á síðum tímaritsins Iceland Review. Blaðið er kynningarrit fyrir erlenda ferðamenn og því er einn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stella Björk Hilmarsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10670
Description
Summary:Í þessari ritgerð er kannað hvort birtingarmynd landslags í auglýsingum fyrir erlenda ferðamenn hafi áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. Könnunin er byggð á ákveðnu úrtaki af landslagsauglýsingum sem birtust á síðum tímaritsins Iceland Review. Blaðið er kynningarrit fyrir erlenda ferðamenn og því er einnig ætlað að kynna landið erlendis. Þar er fjallað um flest er snertir Ísland og einkennir íslenskt samfélag. Hér verða skoðaðar auglýsingar sem birtust á árunum 1966 til 1976 og þær bornar saman við auglýsingar sem komu fram á áratugnum 1996 til 2006. Þá er litið til þeirrar orðræðu sem hefur skapast í kringum ímynd landsins og markaðssetningu. Hreinleikaímynd landsins hefur verið höfð í hávegum en hún hefur tekið á sig ýmsar myndir. Í framhaldi er litið til kenninga franska fræðimannsins Roland Barthes um mælskufræði auglýsinga sem hann fjallar um í grein sinni Retórík myndarinnar. Að lokum eru auglýsingar hvors áratugar fyrir sig greindar út frá hugmyndum Roland Barthes í samhengi við þjóðernisorðræðuna og komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar hafi haft áhrif á þá ímynd sem Íslendingar gera sér af eigin landi og þjóð.