Veiðigryfjur norrænna manna á víkingaöld

Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Á síðustu öld fundust nokkrar manngerðar dýraveiðigryfjur á Nýfundnalandi, ekki langt frá L‘Anse aux Meadows, þekktum búsetustað norrænna manna í Ameríku frá því um árið 1000. Dýraveiðigryfjur þessar minna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Antonsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10629
Description
Summary:Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Á síðustu öld fundust nokkrar manngerðar dýraveiðigryfjur á Nýfundnalandi, ekki langt frá L‘Anse aux Meadows, þekktum búsetustað norrænna manna í Ameríku frá því um árið 1000. Dýraveiðigryfjur þessar minna nokkuð á veiðigryfjur sem algengt var að notaðar voru í Noregi, um margra alda skeið, til veiða á hreindýrum og öðrum klaufdýrum. Engar aðrar dýraveiðigryfjur eru þekktar í Norður-Ameríku og ekki er talið líklegt að frumbyggjar, sem voru safnarar og veiðimenn án fastrar búsetu, hafi haft undir höndum hentug verkfæri til þess að gera slík mannvirki. Ritgerðin fjallar um veiðigryfjur norrænna manna til forna með það að markmiði að leiða líkur á að veiðigryfjurnar á Nýfundnalandi hafi verið gerðar af norrænum mönnum á víkingatíma. Í ritgerðinni lýsi ég þeim athugunum sem gerðar hafa verið til þessa á gryfjunum á Nýfundnalandi og lýsi einkennum hreindýraveiðigryfja í Noregi þar sem tugir þúsunda veiðigryfja hafa verið skráðar. Veiðigryfjur í Noregi gátu legið stakar, í litlum hópum eða í stórum magnveiðikerfum sem höfðu að geyma upp undir þúsund veiðigryfjur. Aldursgreiningar á veiðiminjum í Noregi benda til að notkun veiðigryfja hafi náð hámarki á víkingatíma eða snemma á miðöldum. Hagkerfi hreindýraafurða er lauslega lýst og minnt er á ríkjandi samfélagshefð þess tíma sem gerðu auðgandi viðskipti og umráð yfir munaðarvöru afar mikilvæg. Engir gripir hafa fundist við veiðigryfjurnar á Nýfundnalandi sem tengja má við veru norrænna manna þar í álfu en í ljósi þess mikilvægis sem skinnavöruverslun var fyrir Norðurlandabúa á víkingatíma, dreg ég þá ályktun að norrænir menn í Ameríku á þeim tíma, hafi notfært sér öll tækifæri til hagnaðar og stundað þar dýraveiðar með þeim árangursríku aðferðum sem þeir þekktu heiman frá sér. Lykilorð: Fornleifafræði, víkingatími, Nýfundnaland, L‘Anse aux Meadows, Vínland, veiðigryfjur, dýraveiðigryfjur, hreindýraveiðigryfjur, hreindýraveiðar, hreindýr