Móttaka hópa flóttamanna á Íslandi. Handbók fyrir sveitarfélög

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig móttaka hópa flóttamanna á Íslandi gengur fyrir sig og hvernig megi betrumbæta móttökuferlið. Áhersla er lögð á að skýra hlutverk sveitarfélaganna og er byggt á reynslu starfsmanna sem hafa komið að móttöku flóttamanna með einum eða öðrum hætti í Re...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Sveinsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10608
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig móttaka hópa flóttamanna á Íslandi gengur fyrir sig og hvernig megi betrumbæta móttökuferlið. Áhersla er lögð á að skýra hlutverk sveitarfélaganna og er byggt á reynslu starfsmanna sem hafa komið að móttöku flóttamanna með einum eða öðrum hætti í Reykjavík og Akranesi á árunum 2005, 2007, 2008 og 2010. Einnig er tekið mið af viðhorfum og reynslu flóttamanna á Íslandi í þessu samhengi. Hluti verkefnisins fólst í því að búa til handbók um móttöku hópa flóttamanna fyrir sveitarfélögin. Ritgerðin byggir á þeirri kenningu að það er siðferðisleg skylda okkar Íslendinga að taka á móti flóttafólki og að við höfum margvígslega hagsmuni af því, bæði í alþjóðlegu samhengi og einnig til að auðga samfélag okkar. Flóttamenn þurfa almennt öðruvísi og umfangsmeiri þjónustu en gengur og gerist. Til að vel til takist er mikilvægt að vanda til verka við móttökuna og að reynsla af móttöku eins hóps megi nýta til að bæta móttöku næsta. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að leggja grundvöll að upplýstri umræðu um móttökuhópa flóttamanna og opinberri stefnumótun til framtíðar. Niðurstöður benda til að sú reynsla sem fengist hefur af móttöku flóttamanna á Íslandi hefur ekki verið miðlað áfram með nægilega markvissum hætti og hún því ekki nýst næstu móttökusveitarfélögum. Einnig kemur fram að hlutverkaskipting milli samstarfsaðila er ekki nógu skýr og leiðir það til núnings í samstarfinu. Leitað er svara við því hvernig megi byggja upp, viðhalda og miðla áfram þeirri reynslu sem kemur í kjölfar hvers verkefnis. Vonast er til að sveitarfélög geti nýtt sér handbókina við undirbúning móttöku flóttamanna og í móttökuferlinu sjálfu. This dissertation aims to shed a light on the process of refugee resettlement in Iceland, and, furthermore, to provide proposals for improvements. An emphasis is put on explaining the role of the municipalities in these processes. The primary research is based on interviews with employees involved to varying degrees with refugees in Reykjavík and in ...