Er hagkvæmt að reka neyslurými á Íslandi? Kostnaðar-ábatagreining á rekstri neyslurýmis

Sprautufíklar valda sjálfum sér og samfélaginu miklum skaða. Þetta er sú tegund fíknar sem er hvað erfiðast að eiga við. Þeir lifa við óheilbrigðar aðstæður og eru oft mjög illa haldnir líkamlega. Af þeim sökum eru sprautufíklar líklegri til að smitast af HIV og lifrabólgu C, með tilheyrandi kostnað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnús Friðrik Einarsson 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10601
Description
Summary:Sprautufíklar valda sjálfum sér og samfélaginu miklum skaða. Þetta er sú tegund fíknar sem er hvað erfiðast að eiga við. Þeir lifa við óheilbrigðar aðstæður og eru oft mjög illa haldnir líkamlega. Af þeim sökum eru sprautufíklar líklegri til að smitast af HIV og lifrabólgu C, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Undanfarin ár hafa fleiri fíkniefnaneytendur smitast af HIV en áður og er það mikið áhyggjuefni. Sprautufíklar eru einangraðir í samfélaginu, enda hefur almenningur almennt mikla fordóma gagnvart þeim. Jafnframt eru sprautufíklar gjarnan haldnir fordómum í eigin garð auk ýmissa ranghugmynda og því er oft erfitt að nálgast þá til þess að mögulegt sé að veita þeim þjónustu sem bætt getur lífsgæði þeirra. Neyslurými er tegund athvarfs þar sem við sprautufíklum er gert kleift að nálgast hreinar sprautunálar og aðstaða í vernduðu umhverfi undir eftirliti til þess að sprauta sig. Starfræksla neyslurýmis í Reykjavík myndi draga úr þeim skaða sem felst í líferni sprautufíkla og slík aðstað gæti einnig tengst enn frekari aðstoð við þennan hæop fólks. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á það hvaða áhrif það hefur á samfélagið, að bjóða fíklum að sprauta sig á öruggum stað undir eftirliti. Í því felst m.a. að skoðað er hvaða áhrif slík starfsemi hefur á dauðsföll og útbreiðslu HIV. Tekið er til skoðunar kostnaður og ábati af rekstri neyslurýmis vegna HIV smita og dauðsfalla. Samhliða verður fjallað um hvernig notendum slíks neyslurýmis í Vancouver s.k. Insite líkar þjónustan og hvaða þættir hafa áhrif á notkun þeirra á neyslurýminu. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar byggja á útreikningum þar sem stuðst er við fjögur líkön sem notuð eru til að reikna HIV tilfelli, sem komið er í veg fyrir. Meðaltalsgildi kostnaðar-ábatahlutfalls sem fæst frá útreikningum byggðum á þeim fjórum líkönum er 0.65. Þannig að hver króna í kostnaði skilar sér í ábata uppá 0.65 krónur. Samkvæmt þeim útreikningum er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að opna neyslurými. Þó er niðurstaðan ekki marktæk vegna skorts á vissum grunnupplýsingum ...