Túlkun á Íslandi. Helstu þættir túlkafræði og ágrip af sögu túlkunar á Íslandi

Túlkafræði hefur lengst af verið talin til undirgreina þýðingafræði en hefur sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum og telst nú sjálfstæð fræðigrein. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um túlkafræði á Íslandi enda var lítil þörf fyrir túlkun í því einsleita samfélagi sem hér var allt fram til lo...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Haraldsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10436
Description
Summary:Túlkafræði hefur lengst af verið talin til undirgreina þýðingafræði en hefur sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum og telst nú sjálfstæð fræðigrein. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um túlkafræði á Íslandi enda var lítil þörf fyrir túlkun í því einsleita samfélagi sem hér var allt fram til loka 20. aldar. Þetta breyttist mjög hratt með mikilli sprengingu í fjölda innflytjenda hér á landi við lok aldarinnar. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er markmiðið að gefa stutt yfirlit yfir helstu hugtök og hugmyndir túlkafræðinnar svo leggja megi grunn að fræðilegri umfjöllun um túlkun á Íslandi og vinna hugtakaforða í túlkafræði í íslensku. Í seinni hlutanum er gefið yfirlit yfir sögu túlkunar á Íslandi allt frá upphafi 20. aldar og þar er athyglinni einkum beint að þeirri öru þróun sem orðið hefur í samfélagstúlkun hér á landi í kjölfar mikillar fjölgunar innflytjenda. Niðurstaða verkefnisins er sú að að vissu leyti sé enn brugðist við með bráðabirgðalausnum fremur en hægt sé að tala um faglega og heildstæða þjónustu á borð við þá sem til dæmis er veitt á sviði táknmálstúlkunar. Ástæðan er meðal annars sú að lítið hefur verið um fræðslu fyrir túlka eða samræmingu í starfi meðal stéttarinnar né heldur fyrir notendur þjónustunnar, þ.e. hinar opinberu stofnanir sem eiga að veita öllum jafnan aðgang. Ef framþróun á að verða þarf að huga að því að gefa túlkum möguleika á skipulögðu námi eða þjálfun í túlkun, helst á háskólastigi. Það þarf líka að breiða út þann skilning að það er ekki einvörðungu í þágu þeirra sem ekki tala hið opinbera mál að nýta túlka, heldur einnig í þágu hinna opinberu stofnanna. Interpreting studies is a relatively new but rapidly expanding field. Next to nothing has been offered in Iceland about interpreting and interpreting studies in Iceland which is understandable as the population was homogeneous almost all through the 20th century and the country relatively isolated and very little need for interpreting. This changed suddenly when the number of immigrants increased rapidly ...