Stuðningsfjölskyldur í Reykjavík. Umfang, markmið, framkvæmd og málalok

Rannsókn þessi byggir á gögnum úr málaskrá Barnaverndar Reykjavíkur og málaskrá þjónustumiðstöðva Reykjavíkur. Greind voru mál 36 barna sem fengu stuðningsfjölskyldu í fyrsta sinn árið 2008 á vegum barnaverndarnefndar og þjónustumiðstöðva Reykjavíkur. Markmiðið með verkefninu var að afla þekkingar á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Ingibjörg Opp 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10428
Description
Summary:Rannsókn þessi byggir á gögnum úr málaskrá Barnaverndar Reykjavíkur og málaskrá þjónustumiðstöðva Reykjavíkur. Greind voru mál 36 barna sem fengu stuðningsfjölskyldu í fyrsta sinn árið 2008 á vegum barnaverndarnefndar og þjónustumiðstöðva Reykjavíkur. Markmiðið með verkefninu var að afla þekkingar á umfangi, markmiðum, framkvæmd og málalokum úrræðisins. Fól það einnig í sér að afla bakgrunnsupplýsinga um börnin og foreldra þeirra auk þess að skoða hvort þau hafi einnig notið annars konar þjónustu af hálfu borgarinnar. Stuðningsfjölskylda er stuðningsúrræði sem felur alla jafna í sér að barn dvelst eina til tvær helgar í mánuði á einkaheimili stuðningsfjölskyldu, en eins og nafnið gefur til kynna er úrræðinu ætlað að veita stuðning, fremur en að breyta aðstæðum notenda. Mikið var um að börn sem fengu stuðningsfjölskyldu kæmu úr fjölskyldum með félagslega erfiðleika og lítið stuðningsnet. Helstu rannsóknarniðurstöður eru að stúlkur í úrtaki voru talsvert eldri en drengir og að hlutfall stúlkna var hærra í málum barnaverndarnefndar en lægra í málum þjónustumiðstöðva. Hátt hlutfall barna í úrtaki átti eitt erlent foreldri og flest barnanna bjuggu hjá einstæðu foreldri. Meirihluti barna í úrtaki átti foreldri með fjölþættan vanda og fólust algengustu vandamál foreldra í geðrænum erfiðleikum, fíkn og ofbeldi. Ríflega helmingur barnanna átti við hegðunarerfiðleika að stríða og flestar fjölskyldur fengu talsverða aðra þjónustu. Algengast var að úrræðið stæði í sex mánuði eða skemur og var eftirfylgni með úrræðinu mjög lítil. Munur á framkvæmd milli barnaverndarnefndar og þjónustumiðstöðva fólst í því að hjá þjónustumiðstöðvum var stuðningsfjölskylda yfirleitt fyrsta úrræði sem barnið fékk en hjá barnaverndarnefnd var það aldrei fyrsta úrræðið auk þess sem barnaverndarnefnd var líklegri til að fylgja eftir úrræðinu. Mikið vantaði upp á skráningu mála sem hefur áhrif á áreiðanleika niðurstaðna. Lykilorð: Félagsráðgjöf, stuðningsfjölskylda, barnavernd, félagsþjónusta, úrræði, félagslegir erfiðleikar, börn, fjölskylda