Barneignir erlendra kvenna á Íslandi: Skipulag þjónustu, menningarhæfni og þjónandi forysta

Fræðigrein Fjölgun erlendra kvenna hérlendis kallar á endurskoðun á skipulagi, stjórnun og samskiptum í barneignarþjónustu. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um það hvernig heilbrigðiskerfið hlúir að útlendingum búsettum á Íslandi. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að ekki sé tekið nægjanlegt til...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birna Gerður Jónsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10400
Description
Summary:Fræðigrein Fjölgun erlendra kvenna hérlendis kallar á endurskoðun á skipulagi, stjórnun og samskiptum í barneignarþjónustu. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um það hvernig heilbrigðiskerfið hlúir að útlendingum búsettum á Íslandi. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa, t.a.m. í samræmi jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, hefðir og væntingar erlendra kvenna til barneignarferlisins ásamt reynslu þeirra af barneignarferlinu og barneignarþjónustunni hér á landi. Markmiðið var að afla þekkingar sem gæti nýst við mótun menningarhæfrar barneignarþjónustu fyrir erlendar barnshafandi konur. Rannsóknin var eigindleg þar sem hugtakið menningarhæfni og hugmyndafræði þjónandi forystu voru lögð til grundvallar með viðtölum við sjö erlendar konur, fyrir og eftir fæðingu barna þeirra hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspeglast í þremur þemum sem snerta þarfir, væntingar og reynslu erlendra kvenna af barneignarþjónustu hér á landi: Skortur á félagslegum stuðningi; Viðmót starfsfólks; tjáskipti og traust; Fræðsla og árekstrar við kerfið. Þemun vísa til fjölbreyttra samskipta við umönnunaraðila og reynslu af þjónustunni. Almenn ánægja var með viðmót fagfólks en vísbendingar voru um að bæta megi fræðslu og upplýsingagjöf, túlkaþjónustu og stuðning. Samfelld ljósmæðraþjónusta og þjónandi forysta virðist henta vel og vera vænleg leið til að efla menningarhæfa barneignarþjónustu. Fram tíðarverkefni innan barnseignarþjónustunnar eru samskipti sem efla heilsulæsi og sjálfstraust kvenna sem eru af erlendu bergi brotnar. Niðurstöður samræmast erlendum rannsóknum og eru mikilvægt framlag til þekkingarþróunar á þverfræðilegum grunni fyrir skipulag menningarhæfrar barneignarþjónustu sem nýtist heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Increase in number of immigrants in Iceland calls for a review on structure, management and outcomes of maternity services. Limited research exists in Iceland on immigrants' issues in relation ...