Ungt fólk sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum: Félagsleg staða, stuðningur og viðhorf til afskipta

Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu ungs fólks sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum. Um leið var skoðað hvert viðhorf þess var til afskiptanna sem og að sjá hvaða stuðning það fær nú. Rannsóknin var framkvæmd með margprófunarsniði þar sem 177 mál voru innihaldsg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Gréta Steinsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10365
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu ungs fólks sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum. Um leið var skoðað hvert viðhorf þess var til afskiptanna sem og að sjá hvaða stuðning það fær nú. Rannsóknin var framkvæmd með margprófunarsniði þar sem 177 mál voru innihaldsgreind hjá Barnavernd Kópavogs og sendir voru út 78 spurningalistar með tölvupósti á fyrrum notendur Barnaverndar Kópavogs sem eru nú á aldrinum 18 til 23 ára. Spurningakönnun samanstóð af megindlegum og eigindlegum spurningum. Niðurstöður leiddu í ljós að félagsleg staða fyrrum notenda Barnaverndar Kópavogs er á sumum sviðum frábrugðin því sem almennt gerist. Algengt er að þeir eigi maka og börn, atvinnuþátttaka þeirra er almennt minni en gengur og gerist meðal ungs fólks og þeir þiggja frekar bætur og fjárhagsaðstoð. Þá reykir meira en helmingur svarenda. Meirihluti þátttakenda upplifir mikinn stuðning nú og kemur hann aðallega frá fjölskyldunni. Viðhorf til afskipta Barnaverndar Kópavogs var bæði jákvætt og neikvætt. Þar mátti greina nokkur þemu sem sneru að samvinnu barnaverndar-starfsmanna og barnanna. Að mati þátttakenda var góð samvinna fengin með góðri undirstöðu þar sem ríkti traust, trúnaður, virðing, jákvætt viðhorf og að hlustað væri á þá. Þá vildu þátttakendur að barnavernd skipaði stærri sess í úrræðum innan skóla, hvort sem er vegna félagslegs vanda eða vandræða í námi. Lykilorð: Barnavernd; Ungt fólk; Unglingar; Félagsleg staða; Stuðningur; Viðhorf; Afskipti. The purpose of the study was examining the social standing of the young people who Barna¬vernd Kópavogs (Kópavogur´s Child Protection) intervened with in their teens. The study also evaluated their attitude towards this intervention as well as the support they have today. Triang¬ulation was applied where 177 of Barnavernd Kópavogs´s cases were content analyzed, 78 of former clients, who are 18 to 23 years old today, were sent a questonnaire through E-mail. The questionnaire was partly quantitative and partly qualitative. The results showed that ...