Stjórnarfyrirkomulag og staða náttúruverndar í þjóðgörðum á Íslandi

Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar sem hver er með sitt stjórnarfyrirkomulag. Þeir heyra undir þrjár stofnanir og tvö ráðuneyti. Markmið þessarar rannsóknar er að gera samanburð á þjóðgörðunum þremur og kanna hvort mismunandi stjórnarfyrirkomulag hafi áhrif á stöðu náttúruverndar. Gerður var samanburður...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Linda Björk Hallgrímsdóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10230
Description
Summary:Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar sem hver er með sitt stjórnarfyrirkomulag. Þeir heyra undir þrjár stofnanir og tvö ráðuneyti. Markmið þessarar rannsóknar er að gera samanburð á þjóðgörðunum þremur og kanna hvort mismunandi stjórnarfyrirkomulag hafi áhrif á stöðu náttúruverndar. Gerður var samanburður á lögum um þjóðgarðana. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður voru stofnaðir með sérstökum lögum en þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður á grundvelli náttúruverndarlaga nr. 44/1999. Einnig voru verndaráætlanir teknar fyrir ásamt því að bornar voru saman fjárveitingar og fjöldi starfsfólks í þjóðgörðunum. Viðtöl voru tekin við 11 einstaklinga sem tengdust þjóðgörðunum þremur á einn eða annan hátt. Hvað varðar samanburðinn á fjölda starfsfólks og fjármagns, þá kemur fram mikill munur á milli mesta og minnsta fjármagns og fjölda starfsfólks þegar miðað er við hvern km² þjóðgarðanna. Varðandi viðhorf viðmælenda, þá eru þau ekki svo ólík með tilliti til náttúruverndar og hvernig beri að tryggja hana. Flestir viðmælendanna töldu að þjóðgarðarnir ættu að vera undir einni stofnun, þar sem mikil hagkvæmni fælist í því, einkum vegna samlegðaráhrifa. Fjármagn til þjóðgarðanna hefur áhrif á náttúruvernd. Með sameiginlegu stjórnarfyrirkomulagi myndi sparast í yfirstjórn. Þekking og reynsla myndi nýtast betur og samlegðaráhrif yrðu mikil.