Vistfræði bleikju Salvelinus alpinus (L.) og urriða Salmo trutta (L.) í Elliðavatni, Hafravatni og Vífilstaðavatni

Rannsóknir hafa sýnt að bleikju í Elliðavatni hefur fækkað ár frá ári síðan 1987, meðan afli urriða hefur haldist stöðugur (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson 2000, Þórólfur Antonsson o.fl. 2005). Hér á landi eru þekktar fimm tegundir ferskvatnsfiska, en auk bleikju Salvelinus alpinus (L.) og u...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Sóley Bjarnadóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10226
Description
Summary:Rannsóknir hafa sýnt að bleikju í Elliðavatni hefur fækkað ár frá ári síðan 1987, meðan afli urriða hefur haldist stöðugur (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson 2000, Þórólfur Antonsson o.fl. 2005). Hér á landi eru þekktar fimm tegundir ferskvatnsfiska, en auk bleikju Salvelinus alpinus (L.) og urriða Salmo trutta (L.) eru það lax Salmo Salar (L.), hornsíli Gasterosteus aculeatus og áll Anguilla anguilla (Guðni Guðbergsson 2004). Bleikja og urriði nýta yfirleitt ólík búsvæði í stöðuvötnum. Í búsvæðavali skipta umhverfisaðstæður miklu máli. Bestu aðstæðurnar fyrir eina tegund fiska geta verið óhentugar fyrir aðra. Þau skilyrði sem móta búsvæði í stöðuvötnum eru m.a. botngerð, hiti og næringarefni en aðrir þættir svo sem dýpi, gróðurfar, lögun vatnskálarinnar og ljósgleypni vatnsins skipta einnig máli. Bleikjan getur þrifist vel á hrjóstrugum köldum svæðum og hefur yfirleitt betur í samkeppni við urriða á þeim svæðum. En í frjósamari vötnum, þar sem strauma gætir, er urriði oftast ríkjandi (Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996). Markmið verkefnisins var að gera samanburð á bleikju- og urriðastofnum Elliðavatns, Hafravatns og Vífilstaðavatns, með það að leiðarljósi að kanna hlutföll þessara tveggja tegunda og hvort munur á stofnvísitölu og tegundasamsetningu bleikju og urriða mótist af umhverfi, fæðuframboði og/eða samkeppni tegundanna. Niðurstöður rannsókna 2005 voru bornar saman við eldri gögn (Bjarni Jónsson 1998 og Yfirlitskönnun íslenskra vatna, óbirt gögn). Um er að ræða tvö grunn lindarvötn, Elliðavatn og Vífilstaðavatn og eitt djúpt dragvatn, Hafravatn. Í Elliðavatni er mesta dýpi um 2 metrar en í Vífilstaðavatni er meðaldýpi um hálfur metri. Mesta dýpi Hafravatns er 28 metrar, en meðaldýpi þess 8 metrar. Bleikja, urriði, hornsíli og áll eru í öllum vötnunum, en lax hefur bara fundist í Elliðavatni og Hafravatni. Stangveiði er stunduð í öllum vötnunum, en áhrif hennar á stærð og samsetningu stofnanna er talin vera lítil. Veiði bleikju í Elliðavatni minnkaði á meðan veiði urriða hefur haldist í ...