Efnahagsleg áhrif Héraðsskóga fyrir nálægar byggðir : lokaverkefni við Háskólann á Akureyri : unnið í samstarfi við Héraðsskóga

Verkefnið er lokað Héraðsskógar eru eitt hinna landshlutabundnu skógræktarverkefna og starfa samkvæmt lögum nr. 32/1991. Tilgangur verkefnisins er að styðja eigendur lögbýla í sveitarfélögunum Austur-Héraði, Norður-Héraði, Fellahreppi og Fljótsdalshreppi til skógræktar. Rannsóknin sem hér er lýst va...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benedikt Hálfdanarson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2002
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1022
Description
Summary:Verkefnið er lokað Héraðsskógar eru eitt hinna landshlutabundnu skógræktarverkefna og starfa samkvæmt lögum nr. 32/1991. Tilgangur verkefnisins er að styðja eigendur lögbýla í sveitarfélögunum Austur-Héraði, Norður-Héraði, Fellahreppi og Fljótsdalshreppi til skógræktar. Rannsóknin sem hér er lýst var gerð til að meta efnahagsleg áhrif Héraðsskóga fyrir þau sveitarfélög sem tilheyra verkefnissvæðinu. Leitast var við að greina hvort verkefnið hefði náð þeim markmiðum sem því eru sett í lögunum, að treysta byggð og efla atvinnulíf á Héraði. Til að meta umfang skógræktarinnar í hagkerfi Héraðs var unnið þjóðhagsuppgjör fyrir svæðið. Uppgjör þetta var unnið út frá aðferð framleiðsluuppgjörs sem er ein þriggja leiða til að meta framleiðslu hagkerfis. Samkvæmt uppgjörinu var verg landsframleiðsla svæðisins á árunum 1997 til 2000 4,5 til 5,5 miljarðar króna, sem er í fullu samræmi við hlut svæðisins í íbúafjölda landsins. Einnig var leitast við að greina svæðisbundin veltuáhrif þeirra fjármuna sem ríkið ver til verkefnisins. Til að meta þau áhrif var reiknaður margföldunarstuðull sem segir til um margfeldisáhrif þau sem aukin eftirspurn veldur. Þessi stuðull bendir til að á árunum 1997 til 2000 hafi framlög ríkisins árlega valdið 75 til 100 milljóna króna aukningu á vergri landsframleiðslu svæðisins, sé miðað við verðlag ársins 2000. Í samanburði Héraðssvæðisins og Dalasýslu kom fram að byggða- og atvinnuröskun hefur verið mun minni á Héraðssvæðinu. Fyrir því geta þó verið fleiri ástæður en skógræktin. Viðhorfskönnun sem gerð var árið 1998 bendir ótvírætt til að fjármagn sem rennur sem vinnulaun til þátttakenda í verkefninu hafi jákvæð jaðaráhrif. Draga má þá ályktun að möguleikinn á skógrækt sem tekjugjafa fyrir bændur á svæðinu dragi úr líkum á byggðaflótta. Því má segja að sem byggðaverkefni sé það að ná þeim markmiðum sem því eru sett. Lykilorð: Héraðsskógar, Fljótsdalshérað, Þjóðhagsreikningar, Efnahagsleg áhrif, Skógrækt.