Framleiðslustjórnun í sprotafyrirtækjum

Í þessari ritgerð er fjallað um sprotafyrirtæki á Íslandi frá sjónarhóli framleiðslustjórnunar. Fjallað er um þau vandamál sem geta komið upp við stofnun nýrra framleiðslufyrirtækja og ljóst er að framleiðslustjórnun er eitt þeirra vandamála. Farið er yfir stöðu sprotafyrirtækja á Íslandi í alþjóðle...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Halla Bjarnadóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10193
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um sprotafyrirtæki á Íslandi frá sjónarhóli framleiðslustjórnunar. Fjallað er um þau vandamál sem geta komið upp við stofnun nýrra framleiðslufyrirtækja og ljóst er að framleiðslustjórnun er eitt þeirra vandamála. Farið er yfir stöðu sprotafyrirtækja á Íslandi í alþjóðlegu samhengi og ljóst er að betur megi gera til að íslensk sprotafyrirtæki nái sama árangri og sprotafyrirtæki á hinum Norðurlöndunum. Megininntak ritgerðarinnar er handbók um framleiðslustjórnun og byggir hún bæði á heimsóknum í íslensk sprotafyrirtæki og hefðbundnum fræðum úr kennslubókum. Hún er helst ætluð þeim fyrirtækjum sem eru að komast á skrið með framleiðslu sína og vilja koma vinnubrögðum og verkferlum í skipulagðan farveg. Handbókin kynnir mikilvægustu hugtök framleiðslustjórnunar og sýnir hvernig hægt er að útfæra áætlanagerð á einfaldan hátt og án þess að nota til þess sérhannaðan framleiðslustjórnunarhugbúnað. Farið er yfir þau atriði er skipta sprotafyrirtæki máli og snúa að framleiðsluferlum. Lögð er áhersla á að gæðastjórnun sé einnig mikilvægur þáttur starfs framleiðslufyrirtækja og geti hjálpað sprotafyrirtækjum til árangurs. This thesis discusses start-up companies in Iceland from the perspective of operations management. Problems facing newly founded production companies are listed and showed that operations management is one of the more severe problems. The status of Icelandic start-up companies is analyzed in a global context and from that analysis it is evident that there is an opportunity for improvement so that Icelandic start-up companies will gain comparable success to those in the other Nordic countries. The main content of this thesis is a handbook of operations management and it is based on both visits to Icelandic start-up companies and classical knowledge from textbooks. It is mainly intended for those companies that have recently started their production and wish to standardize processes and methods. The handbook introduces important concepts of operations management and how it is ...