Fylgni jökulsporðabreytinga á Hofsjökli og veðurfarsbreytinga á Íslandi

Jöklabreytingar eru skjótur fylgifiskur loftlagsbreytinga og einn helsti lykilþátturinn í að túlka og fylgjast með breytingum á loftslagi. Í kjölfar jöklabreytinga verða meðal annars breytingar á árrennsli sem er undirstaða margra virkjana á Íslandi. Skilningur á tengslum loftlagsbreytinga og jöklab...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Málfríður Ómarsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10182
Description
Summary:Jöklabreytingar eru skjótur fylgifiskur loftlagsbreytinga og einn helsti lykilþátturinn í að túlka og fylgjast með breytingum á loftslagi. Í kjölfar jöklabreytinga verða meðal annars breytingar á árrennsli sem er undirstaða margra virkjana á Íslandi. Skilningur á tengslum loftlagsbreytinga og jöklabreytinga er því mikilvægur fyrir m.a. skipulag vatnsauðlinda sem og efnahag landsins. Mælingar á jökulsporðum er einföld en áhrifarík leið til að varpa ljósi á tengsl jöklabreytinga og loftlagsbreytinga. Í þessari ritgerð var reiknuð víxlfylgni milli sporðabreytinga Nauthagajökuls og Sátujökuls og veðurfarsbreytanna, sumarmeðalhita og vetrarúrkomu, á þremur veðurstöðvum. Tvær árstíðarlengdir voru notaðar til að sjá hvort munur væri á niðurstöðum eftir hvor lengdin var notuð. Víxlfylgnin sýndi einnig taftíma jökulsporðanna. Niðurstöðurnar sýndu ekki mikla fylgni milli jökulsporðabreytinganna og breytileika í sumarhita en þó var hún marktæk á öllum veðurstöðvunum þremur og ekki skipti máli hvaða lengd sumarhita var notuð. Mjög lítil fylgni var hinsvegar milli breytinga jökulsporða og breytileika í vetrarúrkomu og var hún ekki marktæk. Fylgni var mismunandi milli veðurstöðvanna en þó skipti ekki máli upp á marktektina hvaða veðurstöð var notuð. Taftími jökulsporðanna við veðurfarsbreytingum var nær tafarlaus eða 0-1 ár. Sátujökull skar sig úr í fylgniútreikningum og var erfitt að útskýra sumar niðurstöðurnar. Ástæða þess gæti verið skortur á mælingum en þær hófust árið 1983 en árið 1932 á Nauthagajökli. En einnig eru vísbendingar um að hann sé framhlaupsjökull og henti því síður í rannsókn sem þessa. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi sumarhita við jökulsporðabreytingum og hversu næmir jöklarnir eru við breytingum á sumarmeðalhita. Glacier changes provide one of the most direct signs of climate change and are a key factor in interpreting and monitoring changes in the climate. Changes in river discharge are one of the consequences of glacier changes, and therefore important to the Iceland’s hydropower stations and ...