Ungir og ánægðir í öldrunarþjónustu. Starfsánægja og viðhorf sumarstarfsmanna Hrafnistu

Í ritgerð þessari verður fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á sumarstarfsmönnum Hrafnistu síðastliðið sumar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að mæla almenna starfsánægju sumarstarfsmannanna og viðhorf þeirra til ýmissa þátta í starfsumhverfinu, svo sem til nýliðafræðslu, þjálfunar, vinnutilhögu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Sigrún Þórarinsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10125
Description
Summary:Í ritgerð þessari verður fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á sumarstarfsmönnum Hrafnistu síðastliðið sumar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að mæla almenna starfsánægju sumarstarfsmannanna og viðhorf þeirra til ýmissa þátta í starfsumhverfinu, svo sem til nýliðafræðslu, þjálfunar, vinnutilhögunar, vinnuálags, launa, starfsanda og samvinnu á vinnustaðnum, auk þess að meta þekkingu þeirra á nokkrum grundvallarþáttum starfseminnar. Rannsóknin var gerð á sumarstarfsmönnum allra þriggja dvalarheimila Hrafnistu, í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Spurningalisti með 11 spurningum um þekkingu á nokkrum grundvallarþáttum starfseminnar og 21 viðhorfsspurningu, auk þriggja opinna textareita fyrir ábendingar um nýliðafræðsluna, verklegu þjálfunina, heimasíðu Hrafnistu og vinnustaðinn í heild, var lagður á rafrænan hátt fyrir 174 starfsmenn í júlí síðastliðnum. Meðalaldur úrtaksins var um 22 ár og svarhlutfall var 51%. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almenn starfsánægja mældist mjög mikil í sumarstarfsmannahópi Hrafnistu síðastliðið sumar og reyndust starfsmenn Hrafnistu í Reykjavík vera marktækt ánægðari í starfi en starfsmenn Hrafnistu í Hafnarfirði. Nýliðar meðal sumarstarfsmanna reyndust einnig marktækt ánægðari í starfi en þeir sem höfðu starfað lengur hjá stofnuninni. Af þeim einstöku starfsþáttum sem mældir voru, reyndust sumarstarfsmennirnir vera ánægðastir með mótttökurnar sem þeir fengu við upphaf starfs en minnst var ánægjan meðal þeirra með vinnuálagið. Mesta fylgni almennrar starfsánægju við einstaka starfsþætti mældist við ánægju með vinnustað, bæði eins og hún birtist í áætlunum sumarstarfsmannanna um að mæla með vinnustaðnum við aðra og koma aftur til starfa hjá Hrafnistu síðar, við ánægju með starf, vinnufyrirkomulag og næsta yfirmann. Sterk tengsl starfsánægju reyndust einnig vera við starfsþættina samvinnu, starfsanda og móttökur við upphaf starfs. Vísbendingar um mikla starfsánægju komu bæði fram í megindlegum og eigindlegum hluta könnunarinnar (það er opnum textareitum) en einnig ...