Fjárheimildir heilbrigðiskerfisins. Úthlutun á rekstrareiningar með höfðatöluaðferð

Umfang: Í þessari rannsókn er lögð fram fyrsta tillaga að íslenskri höfðatöluforskrift. Hún er byggð á reynslu annarra ríkja af aðferðafræðinni. Hún grundvallast á starfsemi allra heilsugæslustöðva fyrir tímabilið 2004-2009, starfsemi heilbrigðisstofnana á tímabilinu 2001-2009 og starfsemi sérhæfðra...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Gunnarsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10113
Description
Summary:Umfang: Í þessari rannsókn er lögð fram fyrsta tillaga að íslenskri höfðatöluforskrift. Hún er byggð á reynslu annarra ríkja af aðferðafræðinni. Hún grundvallast á starfsemi allra heilsugæslustöðva fyrir tímabilið 2004-2009, starfsemi heilbrigðisstofnana á tímabilinu 2001-2009 og starfsemi sérhæfðra sjúkrastofnana á tímabilinu 2003-2009. Skilgreindar eru 15 gervistofnanir. Þarfavísitala er reiknuð fyrir hverja stofnun og byggir hún á níu lýðfræðilegum breytum. Kostnaðarvísitala er reiknuð vegna mismunandi aldurs- og kynsamsetningar íbúa. Aðgengisvísitala er reiknuð út frá samsetningu búsetu og ferðalengdar íbúa á upptökusvæði stofnunarinnar. Niðurstaðan er áhættu- og aðgangsleiðrétt höfðatölufjárheimild fyrir árið 2010 á hverja stofnun og hvert umdæmi. Loks er dreginn fram samanburður á fjárheimildum samkvæmt höfðatöluforskrift og skilgreindri fjárheimild samkvæmt fjárlögum 2010. Aðferðir: Þarfavísitala er fundin með aðhvarfsgreiningarlíkani með margvíðum þversniðsgögnum (e. panel data, cross-sectional) þar sem gert er ráð fyrir bundnum áhrifum milli tímabila (e. fixed effect). Skilgreind eru þrjú mismunandi líkön; heilsugæslulíkan, almennt sjúkrahúslíkan og sérhæft sjúkrahúslíkan. Háðu breyturnar í hverju líkani er starfsemi úrræðisins (samskipti heilsugæslunnar og innlagnir sjúkrastofnana) á hvern íbúa gervistofnunarinnar. Óháðu breyturnar eru níu mismunandi lýðfræðilegar breytur. Kostnaðarvísitala er reiknuð á kostnaðarvigtir fyrir hvern aldurs- og kynhóp á hverjum stað fyrir sig. Kostnaðarvigtirnar eru byggðar á sænskum kostnaðartölum fyrir heilsugæsluþjónustu, almenna sjúkrahúsþjónustu og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Aðgangsvísitala er reiknuð á grundvelli fjarlægðar. Niðurstöður: Marktæk fylgni er milli notkunar heilsugæslunnar umfram landsmeðaltal og atvinnuleysis, örorku og staðlaðrar dánartíðni undir 65 ára. Í almennri sjúkrahússtarfsemi er fylgni milli notkunar hennar umfram landsmeðaltal og heildartekna einstaklinga, örorku, atvinnuleysis og umönnunarmats. Heildartekjur, atvinnuleysi, stöðluð ...