Faraldsfræðileg rannsókn á algengi og sjúkdómsgangi starfrænna meltingarfærakvilla á Íslandi

Langvinn og endurtekin einkenni frá meltingarvegi sem ekki er hægt að finna neinar vefrænar eða lífefnafræðilegar skýringar á eru nefnd starfræn einkenni frá meltingarvegi (SEM). SEM eru algeng og allt að helmingur tíma sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum fer í að sinna þeim. SEM skiptast í þrjá me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Linda Björk Ólafsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10102
Description
Summary:Langvinn og endurtekin einkenni frá meltingarvegi sem ekki er hægt að finna neinar vefrænar eða lífefnafræðilegar skýringar á eru nefnd starfræn einkenni frá meltingarvegi (SEM). SEM eru algeng og allt að helmingur tíma sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum fer í að sinna þeim. SEM skiptast í þrjá meginflokka: meltu¬ónot (functional dyspepsia), heilkennið iðraólgu (irritable bowel syndrome) og brjóstsviða. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði SEM hjá Íslendingum og er aðal áhersla lögð á iðraólgu (IBS), meltuónot (dyspepsiu) og brjóstsviða og þróun þeirra á tíu ára tímabili. Einungis ein önnur rannsókn hefur skoðað SEM með sambærilegri aðferðafræði og var hún framkvæmd í Olmsted County í Minnesota í Bandaríkunum (OC). Annar tilgangur rannsóknarinnar var i) að bera saman mismunandi greiningaraðferðir (Manning, Rome II, Rome III og self-report) fyrir iðraólgu á 10 ára tímabili, ii) að kanna iðraólgu og tíðaverki hjá konum og breytingar á iðraólgu við tíðahvörf, iii) að kanna þekkingu og notkun lækna á skilmerkjum til að greina iðraólgu og meðferð annars vegar og þekkingu og upplifun einstaklinga með iðraólgu á sjúkdómnum. Aðferðafræði Árið 1996 var spurningalisti sendur til 2000 manna slembiúrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára sem endurspeglaði íslensku þjóðina hvað varðar kyn, búsetu og aldursdreifingu. Spurningalistinn var sendur aftur út tíu árum seinna (2006) til sama úrtaks. Spurningalistinn var byggður á “the Bowel Disease Questionnarie” sem var þýddur og staðfærður yfir á íslensku. Annar spurningalisti var sendur til 191 læknis og innihélt hann spurningar varðandi skilmerki, greiningu og meðferð á iðraólgu. Að auki var hringt í 94 einstaklinga úr fyrri rannsókninni sem uppfyltu skilmerki iðraólgu og þeir spurðir út í þekkingu þeirra á iðraólgu og greiningu og meðferð á iðraólgu. Niðurstöður: Lýðfræði: Árið 1996 var svarhlutfallið 1336/2000 (66.8%). Alls var 1180/1336 einstaklingum sendur nýr spurningalisti (156 náðist ekki í eða voru látnir), þar af svöruðu 799 (67.7%) árið 2006. ...