Fjölbrautaskóli Suðurlands. Hornsteinn í héraði 1981-2011

Ritgerðin fjallar um þróun menntunar og skólahalds á Suðurlandi, laga, námskráa og náms-vísa fyrir framhaldsskólastigið frá því lög um menntaskóla voru samþykkt árið 1970 og til þessa dags, og aðdraganda, stofnun og starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands sem á þrjátíu ára starfsafmæli 13. september 20...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gylfi Þorkelsson 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10047
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um þróun menntunar og skólahalds á Suðurlandi, laga, námskráa og náms-vísa fyrir framhaldsskólastigið frá því lög um menntaskóla voru samþykkt árið 1970 og til þessa dags, og aðdraganda, stofnun og starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands sem á þrjátíu ára starfsafmæli 13. september 2011. Fanga var aflað að mestu í útgefnum, sagnfræðilegum ritum ýmis konar ásamt lögum, námskrám og námsvísum. Einnig voru tekin viðtöl við lykilpersónur og stuðst við margskonar óprentuð gögn í eigu fjölbrautaskólans. Samhengið í skólamálum héraðsins er rakið frá því að aukinn áhugi á menntun, og skilningur á mikilvægi hennar fyrir hag þjóðarinnar, vaknaði á 19. öld þar til Sunnlendingar náðu saman um stofnun og rekstur sameiginlegs skóla. Reynt er að sýna hvernig stefna löggjafans í menntamálum kemur fram í starfsemi hans og veita um leið góða innsýn í skólastarfið. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur á margan hátt verið leiðandi í nýjungum og þróunar-starfi, ekki síst eftir að hann komst að fullu undir eigið þak árið 1994. Hann hefur frá upphafi litið á það sem hlutverk sitt og skyldu að vera öllum Sunnlendingum opinn og leitast við að skapa hverjum og einum menntunartækifæri við hæfi. Þó það hafi tekið Sunnlendinga heila öld að koma á fót sínum sameiginlega ungmennaskóla, hefur síðan verið órofa samstaða og skilningur á mikilvægi hans í héraðinu. Skólinn er ekki aðeins stærsti vinnustaðurinn heldur einnig ómetanlegur hornsteinn menntunar, menningar og félagsmótunar í héraðinu. Abstract The thesis describes the development of education and schooling in southern Iceland, as well as laws and curriculum and study guides for upper secondary schools. This spans the period from when the laws relating to upper secondary schools (gymnasia) were passed in 1970 until the present day. It includes the preparation, establishment and operation of South Iceland College which celebrates its 30th birthday on September 13th 2011. Information was gathered mainly from published historical works of various kinds as well as legal documents ...