Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Staða meðal háskólamenntaðs fólks

Markmið greinarinnar er að kanna umfang og eðli ofmenntunar á íslenskum vinnumarkaði. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðská sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára o...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bergsteinsson, Jason Már, Edvardsson, Ingi Runar, Óskarsson, Guðmundur Kristján
Other Authors: Viðskiptafræðideild (HÍ), Faculty of Business Administration (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Viðskipta- og raunvísindasvið (HA), School of Business and Science (UA), Háskóli Íslands, University of Iceland, Háskólinn á Akureyri, University of Akureyri
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félagsfræðingafélags Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/827
Description
Summary:Markmið greinarinnar er að kanna umfang og eðli ofmenntunar á íslenskum vinnumarkaði. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðská sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára og eldri á landinu öllu og svöruðu 1.210 einstaklingar henni. Í þessari rannsókn var aðeins litið til þeirra þátttakenda í úrtakinu sem höfðu lokið háskólanámi og voru í launaðri vinnu á Íslandi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 420, þar af voru 192 karlar og 228 konur. Niðurstöður rannsóknar sýndu að 21% þátttakenda var ofmenntað, en þegar falskir ofmenntaðir voru dregnir frá voru 7,1% þátttakenda ofmenntuð. Fjölbreytuaðhvarfsgreining sýnir að marktækur munur er á menntavísindum og félagsvísindum á þann hátt að þeir sem eru með prófgráðu í menntavísindum eru síður ofmenntaðir en þeir sem lokið hafa háskólanámi á félagsvísindasviði. Vanmenntaða einstaklinga er helst að finnan innan menntavísinda og meðal þeirra sem unnið hafa lengi á vinnustað. Niðurstöður sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að vera ofmenntaðar. Ofmenntaðir virtust almennt vera síður ánægðir í starfi auk þess sem þeir voru með lægri tekjur en aðrir þátttakendur. The aim of the article is to examine the scope and nature of over-education on the Icelandic labour market. The target population of the research was based on a random sample drawn from the National Population Register by the National Survey of the Social Science Research Institute of the University of Iceland from 9 March to 9 April 2016. The survey included 2,001 individuals, aged 18 or above, from all over the country. A total of 1,210 persons responded to the survey. This research only involved those participants in the sample who had completed a university education and were in salaried employment in Iceland. After data cleansing, 420 participants remained, 192 males and 228 females. The initial results of the research indicated that 21% of participants were ...