Samræðulestur: óformleg leið að læsi í leikskólum

Meginmarkmið þessarar greinar er að lýsa fyrirmyndardæmi um óformlegar aðferðir leikskólakennara við að efla áhuga leikskólabarna á rituðu máli, bæta orðaforða, skapa skilning á hugtökum og æfa börnin í að tjá hugsanir sínar í mæltu máli. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvernig spurningar notuðu sex le...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thordardottir, Thordis
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/598
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar greinar er að lýsa fyrirmyndardæmi um óformlegar aðferðir leikskólakennara við að efla áhuga leikskólabarna á rituðu máli, bæta orðaforða, skapa skilning á hugtökum og æfa börnin í að tjá hugsanir sínar í mæltu máli. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvernig spurningar notuðu sex leikskólakennarar 68 barna á aldrinum fjögurra til fimm ára í samræðum um barnabókmenntir og afþreyingarefni? Hvernig brugðust börnin við spurningum kennaranna? Gögnin eru úr rannsókn á menningarlæsi leikskólabarna frá árunum 2006–2012. Árin 2010–11 voru tólf samræðustundir barna og kennara teknar upp á myndbönd í tveimur leikskólum í Reykjavík og viðtöl tekin við sex kennara. Á árunum 2012–13 voru gögnin endurkönnuð og sjónum beint að því hvernig spurnaraðferðum kennararnir beittu í samræðum við börnin og hvort og þá hvernig þær nýttust börnunum til að auka skilning sinn á tal- og ritmáli. Einnig var athugað hvernig kennararnir fjölluðu um fagmennsku sína í viðtölunum. Í ljós kom að spurnaraðferðir kennaranna féllu undir samræðulestur (e. dialogic reading) en í honum felst að börn og kennarar ræði saman um bækur og afþreyingarefni sem börnin hafa kynnst innan og utan leikskólans. Áhersla er á að börnin tjái sig um innihaldið á sínum eigin forsendum. Hlutverk kennara er að styðja frásagnir barnanna og ýta undir frásagnargleði þeirra. Niðurstöðurnar benda til þess að spurnarleiðir kennaranna hafi veitt börnunum tækifæri til að tjá sig um margvísleg málefni sem tengd voru sögunum sem til umræðu voru hverju sinni. Auk þess virtust spurnarleiðirnar skapa flestum börnunum tækifæri til að bæta orðskilning, auka orðaforða, efla skilning á sínu nánasta umhverfi og að tjá hugsanir sínar í mæltu máli. Informal pedagogy involves child-centred social education and “here and now” oriented activities, as a way to help children to learn on their own terms. The current debate in Iceland reflects an increased interest in formal teaching and standardized testing in preschools, which comes at the cost of spontaneous or informal ...