Pólskur og íslenskur orðaforði tvítyngdra leikskólabarna: málumhverfi heima og í leikskóla

Máltaka tvítyngdra barna dreifist á tvö tungumál og það hversu hratt og vel þau ná tökum á málunum er meðal annars háð því ílagi sem þau fá í hvoru tungumáli fyrir sig. Rannsóknir á orðaforða tvítyngdra barna sem alast upp á Íslandi sýna að íslenskur orðaforði þeirra er mun minni en orðaforði eintyn...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Figlarska, Aneta, Oddsdóttir, Rannveig, Ragnarsdóttir, Hrafnhildur, Lefever, Samúel C.
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/594
Description
Summary:Máltaka tvítyngdra barna dreifist á tvö tungumál og það hversu hratt og vel þau ná tökum á málunum er meðal annars háð því ílagi sem þau fá í hvoru tungumáli fyrir sig. Rannsóknir á orðaforða tvítyngdra barna sem alast upp á Íslandi sýna að íslenskur orðaforði þeirra er mun minni en orðaforði eintyngdra jafnaldra þeirra, en minna er vitað um stöðu þeirra í sínu móðurmáli. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna pólskan og íslenskan orðaforða tvítyngdra barna og skoða hvernig málumhverfi barnanna heima og í leikskóla styður máltöku beggja málanna. Þátttakendur voru fjórtán börn á aldrinum 4–6 ára sem eiga pólska foreldra en hafa alist upp á Íslandi frá fæðingu eða frumbernsku. Orðaforði barnanna var metinn með íslensku og pólsku orðaforðaprófi, foreldrar þeirra svöruðu spurningalista um málumhverfi heima fyrir og tekin voru viðtöl við deildarstjóra í leikskólum barnanna. Meginniðurstöður voru þær að pólskur orðaforði flestra barnanna var innan viðmiðunarmarka fyrir eintyngd pólsk börn. Íslenskur orðaforði þeirra var hins vegar mun slakari en orðaforði eintyngdra íslenskra barna á sama aldri. Niðurstöður úr spurningakönnuninni sýndu að fyrir tveggja ára aldur höfðu öll börnin fyrst og fremst heyrt pólsku dagsdaglega en lítil kynni haft af íslensku. Foreldrar barnanna voru meðvitaðir um mikilvægi þess að börnin þeirra lærðu pólsku og hlúðu vel að máltöku hennar. Í leikskólunum var hins vegar lagt mest upp úr því að kenna börnunum íslensku en minni áhersla lögð á að styrkja pólskukunnáttu þeirra. Málörvun í leikskólunum fór mest fram í gegnum daglegt starf; leik, samræður, söng og lestur. Deildarstjórar töldu að flest þessara barna þyrftu á frekari málörvun að halda til að ná góðum tökum á íslensku og mörg þeirra fengu sérkennslu í einhverju formi. Í viðtölum við deildarstjóra kom hins vegar fram að þeir töldu ekki nóg að gert og kölluðu eftir auknum tíma til að sinna þessum þætti, sem og fræðslu og stuðningi við leikskólakennara. Bilingual language acquisition is a broad field and subject to many ...