Milli steins og sleggju: hugmyndir umsjónarkennara um faglegt sjálfstæði sitt til að tryggja fulla þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla

Hér er fjallað um reynslu kennara á unglingastigi grunnskóla af því að vinna í anda stefnu um skóla án aðgreiningar. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex umsjónarkennara í jafnmörgum grunnskólum í fjórum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir upplifðu miklar skorður af v...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ólafsdóttir, Guðbjörg, Magnúsdóttir, Berglind Rós
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/593
Description
Summary:Hér er fjallað um reynslu kennara á unglingastigi grunnskóla af því að vinna í anda stefnu um skóla án aðgreiningar. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex umsjónarkennara í jafnmörgum grunnskólum í fjórum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir upplifðu miklar skorður af völdum: a) formgerðar grunnskólans á efri stigum sem þeim þótti hafa tekið mun minni breytingum í átt að skóla án aðgreiningar en yngri stig grunnskólans, b) tiltekinna menntastrauma og stefna sem þeim fannst vinna gegn skóla án aðgreiningar og loks c) skorts á faglegum stuðningi í takt við starfsaðstæður þeirra. Það var skoðun kennaranna að jaðarsetning sumra nemenda yrði meira afgerandi eftir því sem á skólagönguna liði. Kennararnir upplifðu sig oft og tíðum eins og milli steins og sleggju þar sem þeim væri gert erfitt um vik að tengja hlutverk sitt sem umsjónarkennarar þekkingu og björgum sem þeir hefðu yfir að ráða. Hjá öllum viðmælendunum kom fram að faglegt sjálfstæði hefði rýrnað og björgum fækkað á síðustu árum, sem rekja mætti til aukinnar markaðs- og stjórnunarvæðingar, og lítið svigrúm gæfist fyrir vangaveltur um siðferðilegt hlutverk og inntak skólans. Kennurunum varð tíðrætt um mikilvægi þess að þeir væru hafðir með í ráðum í hvers kyns stefnumótun í kennslu. Inclusive education is based on core values of human rights, democracy and equality. The research question is inspired by the authors’ experience of how some students move silently closer to the social margins as they draw nearer to the end of compulsory education in spite of the teacher’s full intention and effort that all students feel equally valued and active participants from beginning until the end of compulsory school. In the Icelandic Compulsory Education Act (Lög um grunnskóla nr. 91/2008) it is stated that any form of alienation is rejected and the aim is to protect students who for any reasons are socially vulnerable or in danger of not gaining full access to everyday school life. The aim of this research is to explore teachers’ ...