Temporal and spatial differences in the food web of Atlantic salmon rivers. Trophic relationships of Atlantic salmon

Atlantshafs laxinn dvelur fyrstu ár lífsferils síns í straumvatni, en hverfur síðan til sjávar þar sem hann dvelur í 1 – 2 ár uns hann kemur aftur í uppeldisána sína. Líkt og fyrir allar lífverur er framboð á fæðu einn af mikilvægustu þáttum fyrir afkomu og vöxt laxins. Atlantshafslax er í niðursvei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lai, Sum Yi
Other Authors: Hlynur Bárðarson, Jón S. Ólafsson, Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ), Faculty of Life and Environmental Sciences (UI), Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ), School of Engineering annd Natural Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School ef Engineering and Natural Sciences, Faculty of Life and Environmental Sciences 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4967
Description
Summary:Atlantshafs laxinn dvelur fyrstu ár lífsferils síns í straumvatni, en hverfur síðan til sjávar þar sem hann dvelur í 1 – 2 ár uns hann kemur aftur í uppeldisána sína. Líkt og fyrir allar lífverur er framboð á fæðu einn af mikilvægustu þáttum fyrir afkomu og vöxt laxins. Atlantshafslax er í niðursveiflu, og telst sumstaðar í útrýmingarhættu. Laxinn er bæði vistfræðilega og efnahagslega mikilvæg tegund með víðtæka útbreiðslu og flókinn lífsferil. Markmið þessa doktorsverkefnis er að auka skilning fæðuvef laxins og á áhrifum fæðuframboðs á ungviði hans með áherslu á laxastofna á norðlægum slóðum og í ám með litla framleiðni. Til að ná settu markmiði beindist rannsóknin að gerð fæðuvefjar fyrir Alantshafslax í ám á Norðausturlandi. Auk þess að bera saman fæðuvefi Atlantshafslaxins í ám í löndum við norðanvert Atlantshaf. Skordýralirfur af ætt rykmýs (Diptera: Chironomidae) voru algengasta fæða laxaseiða og stóðu þær undir meirihluta fæðu laxaseiða í ám á Norðausturlandi. Einnig var mikil skörun í fæðu mismunandi tegunda laxfiska og samanstóð fæðan aðallega af rykmýstegundum vegna mikils þéttleika þeirra. Samband afræningja og bráðar í næringarsnauðri á Norðausturlandi, reyndist stöðugt milli ára. Hins vegar virðist fæðuframboð hafa farið minnkandi frá því 1997, mögulega vegna loftslagsbreytinga. Hámark var í framleiðni í fæðuvef árinnar síðsumars (seint í júlí og byrjun ágúst) sem passar við vöxt og þroskun laxa á rannsóknarsvæðinu. Fæðuvefir laxaseiða reyndust vera svipaðir bæði innan áa sem og á milli þeirra á Norðausturlandi. Einnig var sýnt fram á sífellt flóknari samspili lífvera milli fæðuþrepa innan fæðuvefja frá norðlægri til suðlægrar breiddargráðu, sem fer saman við hækkandi hitastig og aukna gróðuþekju á landi. Seiðastofnar Atlanshafslax á köldum norðlægum breiddargráðum þar sem fæðuframboð er lítið og tilheyra einföldum fæðuvefum eru viðkvæmir fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sá að nota þessi norðlægu vistkerfi til að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á ...