Svæfing íslenskra og erlendra kvenna fyrir bráðakeisaraskurð á Íslandi á árunum 2007-2018

INNGANGUR Svæfing fyrir bráðakeisaraskurð er sjaldgæft og alvarlegt inngrip í líf móður og barns sem reynt er að komast hjá en getur bjargað lífi þeirra. Erlendar konur eru í aukinni hættu á fylgikvillum og inngripum á meðgöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort erlendar konur væru í au...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Kristjánsson, Valdimar Bersi, Guðmundsdóttir, Embla Ýr, Skarphéðinsdóttir, Sigurbjörg J, Gottfreðsdóttir, Helga, Bjarnadóttir, Ragnheiður I
Other Authors: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Önnur svið, Heilbrigðisvísindasvið
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4798
https://doi.org/10.17992/lbl.2024.04.788
Description
Summary:INNGANGUR Svæfing fyrir bráðakeisaraskurð er sjaldgæft og alvarlegt inngrip í líf móður og barns sem reynt er að komast hjá en getur bjargað lífi þeirra. Erlendar konur eru í aukinni hættu á fylgikvillum og inngripum á meðgöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort erlendar konur væru í aukinni hættu á svæfingu fyrir bráðakeisaraskurð samanborið við íslenskar konur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Lýðgrunduð ferilrannsókn á 4415 konum sem fæddu lifandi einbura með bráðakeisaraskurði á Íslandi á árunum 2007-2018. Gögn fengust úr Fæðingaskrá. Hópnum var skipt upp eftir ríkisfangi og erlendum ríkisföngum skipt nánar með tilliti til lífskjaravísitölu (HDI). NCSP-IS og ICD-10 greiningarkóðakerfin voru notuð til að greina heilsufarsupplýsingar, inngrip og fylgikvilla. Fjölþátta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna áhrif skýribreyta á útkomuna. NIÐURSTÖÐUR Erlendar konur voru svæfðar fyrir bráðakeisaraskurð í 16,1% tilfella á móti 14,6% tilvika íslenskra kvenna. Erlendar konur voru í aukinni hættu á því að lenda í neyðarkeisaraskurði (OR 1,45, 95% ÖB 1,08-1,94) sem er nær alltaf gerður í svæfingu. Fyrri saga um keisaraskurð (aOR 0,73, 95% ÖB 0,59-0,89) og utanbastsdeyfing lögð á fæðingarstofu (aOR 0,49, 95% ÖB 0,40-0,60) drógu úr líkunum á svæfingu fyrir keisaraskurð þegar leiðrétt var fyrir öðrum þáttum. ÁLYKTUN Erlendar konur eru ekki í aukinni hættu á svæfingu fyrir bráðakeisaraskurð en eru líklegri til að lenda í neyðarkeisaraskurði. Þetta gæti skýrst af tungumálaörðugleikum og að mögulega sé stuðningi og upplýsingagjöf ábótavant hjá þessum viðkvæma þjóðfélagshópi. Hægt væri að koma í veg fyrir hluta neyðarkeisaraskurða og svæfinga fyrir keisaraskurð með tímanlegri upplýsingagjöf og þjónustu. INTRODUCTION: General anaesthesia for emergent caesarean section, though uncommon, is vital in expediting deliveries. Studies indicate higher complication risks among pregnant migrant women. This research investigates if migrant women in Iceland are more likely to undergo general anaesthesia for emergent caesarean ...