Fyrirburafæðingar á Íslandi 1997-2018 : Hefur uppruni mæðra áhrif á útkomur barna?

Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar var að meta útkomur fyrirbura íslenskra mæðra og mæðra af erlendum uppruna á Íslandi á árunum 1997-2018 og að bera þær saman á milli rannsóknarhópanna, sem og að meta breytingar á nýgengi fyrirbur...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Gunnarsdóttir, Ásdís Björk, Þórkelsson, Þórður, Bjarnadóttir, Ragnheiður I, Guðmundsdóttir, Embla Ýr
Other Authors: Önnur svið, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4753
https://doi.org/10.17992/lbl.2024.03.784
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar var að meta útkomur fyrirbura íslenskra mæðra og mæðra af erlendum uppruna á Íslandi á árunum 1997-2018 og að bera þær saman á milli rannsóknarhópanna, sem og að meta breytingar á nýgengi fyrirburafæðinga á rannsóknartímabilinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknarþýðið í þessari sögulegu lýðgrunduðu ferilrannsókn samanstóð af öllum lifandi fæddum einburum sem fæddust fyrir 37 vikna meðgöngu á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1997 til 31. desember 2018 og mæðrum þeirra; í heildina 3837 fæðingar. Gögn fengust úr Fæðingaskrá. Hópurinn konur af erlendum uppruna var skilgreindur sem konur með ríkisfang annað en íslenskt. Konum af erlendum uppruna var skipt í þrjá hópa út frá vísitölu um þróun lífsgæða (Human Development Index, HDI) í upprunalandi þeirra. Lýsandi og greinandi tölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. NIÐURSTÖÐUR Fyrirburafæðingum fjölgaði marktækt á rannsóknartímabilinu (3,9% 1998-2001 á móti 4,5% 2012-2018, p<0,005) og voru þær marktækt algengari meðal mæðra af erlendum uppruna, sérstaklega frá löndum með lægst HDI (OR 1,49 (CI 1,21-1,81) p<0,001). Fyrirburar mæðra frá löndum með lægst HDI greindust sjaldnar með glærhimnusjúkdóm miðað við fyrirbura íslenskra mæðra (4,5% á móti 11,4%, p=0,035) á meðan fyrirburar mæðra frá löndum með miðlungshátt HDI voru oftar smáir miðað við meðgöngulengd miðað við fyrirbura íslenskra mæðra (11,4% á móti 6,9%, p=0,021). ÁLYKTUN Fyrirburafæðingum hefur fjölgað á Íslandi og þær eru marktækt algengari meðal mæðra af erlendum uppruna. Útkomur fyrirburanna eru almennt góðar og að mestu sambærilegar fyrir börn íslenskra mæðra og mæðra af erlendum uppruna. INTRODUCTION: The aim of this study was to assess the incidence and perinatal outcomes of preterm births in Iceland during 1997-2018 and compare outcomes of Icelandic and migrant mothers. METHODS: The population in this historical population-based cohort study was all preterm (p<37 weeks gestation) live-born ...