Frávik í blóðgildum og skerðing á insúlínnæmi barna og unglinga í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins

Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Fjöldi barna með offitu á heimsvísu hefur margfaldast á síðustu áratugum og eru íslensk börn þar engin undantekning. Offita getur haft mjög alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar strax í barnæsku og er sérstaklega algeng...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Arnfridardottir, Anna Run, Þorsteinsdóttir, Sigrún, Ólafsdóttir, Anna Sigríður, Brynjólfsdóttir, Berglind, Bjarnason, Ragnar Grímur, Helgason, Tryggvi
Other Authors: Önnur svið, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Læknadeild, Menntavísindasvið, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4722
https://doi.org/10.17992/lbl.2024.02.780
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Fjöldi barna með offitu á heimsvísu hefur margfaldast á síðustu áratugum og eru íslensk börn þar engin undantekning. Offita getur haft mjög alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar strax í barnæsku og er sérstaklega algengt að börn með offitu séu með skert insúlínnæmi. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins var stofnaður árið 2011 til þess að aðstoða börn með alvarlega offitu og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsvenjur sínar og heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi skerðingar á insúlínnæmi sem og frávik í efnaskiptum barna í Heilsuskóla Barnaspítalans út frá blóðgildum þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra barna (n=180) sem voru meðhöndluð í Heilsuskólanum frá 2016 til 2020 og fóru í fastandi blóðrannsókn þar sem mæld voru að minnsta kosti átta af níu eftirtöldum gildum í sermi: HbA1c, glúkósi, insúlín, ALAT, heildarkólesteról, HDL kólesteról, þríglýseríðar, TSH og frítt T4. HOMA-IR var reiknað út frá insúlín- og glúkósagildum og var skert insúlínnæmi skilgreint sem HOMA-IR >3,42. NIÐURSTÖÐUR 84% barnanna mældust með að minnsta kosti eitt frávik í fyrrnefndum blóðgildum. 50% barnanna mældust með frávik í insúlíni og 44% með frávik í ALAT. Þá mældust 78% barnanna með skert insúlínnæmi. Meðal HOMA-IR þeirra reyndist 7,3 (± 5,0) eða rúmlega tvöfalt viðmiðunargildi. UMRÆÐA Ljóst er að meirihluti barna sem sækir meðferð hjá Heilsuskólanum er þegar með merki um fylgikvilla offitu og hefur sá hópur stækkað hlutfallslega frá sambærilegri rannsókn sem gerð var í Heilsuskólanum árið 2013. Sérstaklega alvarlegt er hversu algengt skert insúlínnæmi reyndist meðal barnanna. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun með viðeigandi inngripum sem fyrst. INTRODUCTION: Worldwide, the rates of childhood obesity have risen dramatically in recent decades. Obesity may cause serious sequelae during childhood and throughout adulthood. Insulin resistance is prevalent metabolic abnormality in pediatric obesity. The Pediatric ...