Aflimanir ofan ökkla 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki Aðdragandi og áhættuþættir

Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga fjölda og aðdraganda aflimana ofan ökkla á grunni útæðasjúkdóms og/eða sykursýki á Íslandi 2010-2019. EFNIVIÐUR OG...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Arnadottir, Solrun Dogg, Pálsdóttir, Guðbjörg, Logason, Karl, Arnardóttir, Ragnheiður Harpa
Other Authors: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Læknadeild, Framhaldsdeild í heilbrigðisvísindum, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4717
https://doi.org/10.17992/lbl.2024.01.776
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga fjölda og aðdraganda aflimana ofan ökkla á grunni útæðasjúkdóms og/eða sykursýki á Íslandi 2010-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn, byggð á sjúkraskrárgögnum allra aflimaðra ofan ökkla á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Útilokaðir frá rannsókn voru fullorðnir aflimaðir vegna annars en ofangreindra sjúkdóma og börn. Tveir tímapunktar voru skoðaðir í aðdraganda aflimunar varðandi einkenni, mat á blóðflæði og lyfjanotkun. Annars vegar við fyrstu komu á sjúkrahús vegna blóðþurrðareinkenna og/eða sáramyndunar og hins vegar fyrir síðustu aflimun. Einnig voru skráðar áður framkvæmdar æðaaðgerðir og aflimanir. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 167 einstaklingar aflimaðir á rannsóknartímanum, þar af 134 (80%, meðalaldur 77 ± 11 ár, 93 karlmenn og 41 kona) á grunni sykursýki og/eða útæðasjúkdóms. Aflimunum vegna sjúkdómanna fjölgaði úr að meðaltali 4,1/100.000 íbúa 2010-2013 í 6,7/100.000 2016-2019 (p=0,04). Algengustu áhættuþættir voru háþrýstingur 84% og reykingasaga 69%. Langvinn tvísýn blóðþurrð var í 71% tilfella ástæða fyrstu komu á sjúkrahús. Æðaaðgerðir voru framkvæmdar hjá 101 einstaklingi (66% innæðaaðgerðir). Með útæðasjúkdóm án sykursýki voru 52% en þeir voru sjaldnar skráðir á blóðfitulækkandi lyf en þeir sem voru með sykursýki (45:26, p<0,001). ÁLYKTUN Sykursýki og/eða útæðasjúkdómur eru helstu ástæður aflimana neðri útlima ofan ökkla á Íslandi. Aflimunum fjölgaði á tímabilinu, en tíðnin er lág í alþjóðlegum samanburði. Í flestum tilfellum eru æðaaðgerðir gerðar áður en til aflimunar kemur. Sykursýki er undirliggjandi í tæpum helmingi tilfella sem er svipað eða lægra en í öðrum löndum. Möguleg sóknarfæri varðandi greiningu og forvarnir eru hjá einstaklingum með útæðasjúkdóm án sykursýki. INTRODUCTION: No recent studies exist on lower extremity amputations (LLAs) in Iceland. The aim of this ...